Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 27

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 27
 Þjóðmál SUmAR 2009 25 á íslenzkt samfélag . Magnús Kjartansson, þá ritstjóri Þjóðviljans var fremstur í flokki andstæðinganna . Hann varð síðar iðn aðar - ráðherra í vinstri stjórn Ólafs jó hann es sonar og beitti sér fyrir byggingu járn blendi- verksmiðju í Hvalfirði en trúr skoðunum sínum lagði hann áherzlu á að hún yrði að verulegu leyti í íslenzkri eigu . Magnús var ekki á móti stóriðju . Hann var á móti því, að hún væri í eigu útlendinga . Það er svo önnur saga, að þjóðin átti eftir að tapa miklum fjármunum á þeirri afstöðu hans . Hugsjónamenn viðreisnaráranna hafa átt erfitt með að skilja þann algera viðsnún- ing, sem orðið hefur í afstöðu fólks til fram tíðarsýnar Einars benediktssonar . Það sem þeir töldu fallega og stórbrotna hug- sjón telja kynslóðir nútímans skemmd ar- verkastarfsemi á náttúru landsins . Ég skil sjónarmið kynslóðar Drauma­ lands ins . Ég er andvígur öllum frekari fram- kvæmdum á hálendi Íslands, hvort sem um er að ræða virkjanir eða framkvæmdir, sem tengjast þeim, varanlega vegagerð eða aðra mannvirkjagerð . Við eigum að varðveita hálendi Íslands ósnortið og fylgja í þeim efnum hugsjónum birgis Kjarans, fyrsta íslenzka stjórnmálamannsins, sem setti náttúruverndarmál á dagskrá, og ástæða er til að halda minningu hans á lofti . En það er rétt: við lifum ekki á fiskinum einum og þess vegna hljótum við að leita hins gullna meðalvegar við virkjun fallvatna og orkunnar í iðrum jarðar og uppbyggingu iðjuvera þeim tengdra . núverandi ríkisstjórn veit ekkert hvað hún vill í þessum efnum og hefur enga tilraun gert til þess að marka skynsamlega stefnu í virkjana- og stóriðjumálum . Vinstri grænir eru í grundvallaratriðum á móti stór virkjunum og stóriðju . Samfylkingin er klofin í málinu og talar tungum tveim . Þegar Össur Skarphéðinsson var iðnaðarráðherra kom í ljós, að hann var bæði með og á móti álveri á bakka . Það verður fróðlegt að fylgjast með eftirmanni hans í stól iðnaðarráðherra, Katrínu júlíusdóttur, afkomanda merkra útgerðarmanna á Húsavík, þegar álverið á bakka sækir að henni . tvískinnungurinn í afstöðu Samfylkingarinnar er augljós og það örlar á hinu sama hjá VG eins og skýrt kom í ljós, þegar Kolbrún Halldórsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, sagði hug sinn allan varðandi olíuleitarsvæði . Þá fékk hún umsvifalaust opinbera áminningu frá flokksforystunni og stjórnmálaferill hennar var allur . Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa til þeirra, sem hafa tekið að sér að stjórna land- inu, að afstaða þeirra til nýtingar vatnsorku og jarðhita sé ljós . En veruleikinn sem nú blasir við er sá, að alveg eins og í ESb-mál- inu er sundurlyndi milli stjórnarflokkanna og innan þeirra um grundvallarstefnu í einum veigamesta þættinum í atvinnu- málum Íslendinga í djúpri efnahagskreppu . Þetta er auðvitað ekki frambærilegt . Stjórnarflokkarnir og sjávarútvegurinn Það sem kannski kom mest á óvart í kosningabaráttunni var hvað Sam fylk- ing og Vinstri grænir lögðu mikla áherzlu á að taka upp fyrningarleið í kvótamálum . Þegar umræður hófust að ráði um kvóta- kerfið á tíunda áratugnum boðaði Al þýðu- flokkurinn fyrningarleið en við Morg- un blaðsmenn þeirra ára hvöttum til að tekið yrði upp veiðigjald . Rök okkar voru einföld: lögum samkvæmt eru fiskimiðin sameign þjóðarinnar . Það er eðlilegt að þeir, sem vilja nýta þess sameign greiði gjald fyrir þau afnot til eigandans, þ .e . þjóðarinnar . Í mínum huga er þessi afstaða í fullu samræmi við grundvallarstefnu Sjálfs tæðisflokksins og ég skildi aldrei hvers vegna við Matthías johannessen vorum kallaðir sósíalistar fyrir að hafa þessa skoðun . nið urstaða þessara umræðna varð sú, að lands fundur Sjálf stæð-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.