Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 36

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 36
34 Þjóðmál SUmAR 2009 aftur á móti óveruleg áhrif á hversu mikið veltufé skapast að öðru leyti en kemur fram með hækkandi tekjum sem af því leiða . Að meðaltali voru 50 krónur sem veltufé frá rekstri á ári . Þegar allur rekstrarkostn að ur hefur verið greiddur þarf að standa undir end ur nýjunarfjárfestingu fyrirtækjanna, með öðrum orðum að viðhalda skipastóli, húsa - kynnum, vélum og tækjum sem eru eign - færð í bókhaldi og afskrifuð í samræmi við áætluða endingu . Þegar afskriftir og end - ur nýjunarfjárfestingar voru bornar sam an reyndust þær svipaðar, eins og eðlilegt er, og lækkuðu í takt við samþjöppun í grein inni þar sem stærri og afkastameiri tæki unnu meira magn með meiri tækni og færra fólki . Fjárfestingar sveifluðust eðlilega meira en afskriftir og því er stuðst við afskriftir á hvert þorskígildiskíló svo afkoma á hvert kíló verði ekki mjög sveiflukennd milli ára . Þegar allur rekstrarkostnaður og endur- nýj unarfjárfesting hefur verið greidd stend- ur eftir hið svokallaða frjálsa fjárflæði, þ .e . þær krónur sem eigandi félags hefur yfir að ráða til að greiða af lánum þess, arð til eigenda eða til að ráðast í nýfjárfestingar . For ráðamenn félaganna sýndu mér mikið traust, sem ég er þeim þakklátur fyrir, með því að veita mér aðgang að gögnum sem sundurliða rekstur í útgerð annars vegar og fiskvinnslu hins vegar . Það er einkar mikilvægt að geta greint þar á milli enda er fiskvinnsla ekki andlag sérstaks auð- lindaskatts heldur afkoma útgerðarinnar en þar á hin meinta auðlindarenta að koma fram með skýrum hætti . Gjaldþrot blasir við Í töflu 2 hér að neðan er yfirlit um af-komu útgerðar innar . Þar kemur fram að veltufé frá rekstri er að meðaltali 29 krón- tAFlA 1 Fjöldi fyrirtækja í úrtaki 18 18 17 14 13 40 40 Aflaheimildir úrtaks sem % heildarúthlutun 52,1% 51,3% 54,3% 52,3% 55,09% 76,6% 30,1% Kennitala greinarinnar á þorskígildi 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Meðaltal Tekjur á þorskígildi 331 340 253 240 265 303 262 289 Nettóskuldir á þorskígildi 290 265 214 253 313 370 370 296 Veltufé frá rekstri 73 65 38 34 37 58 43 50_________________ tAFlA 2 Kennitölur útgerðar á þorskígildi 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Meðaltal Veltufé frá útgerð á þorskígildi 28 42 25 18 2 36 34 29 Fjárfesting útgerðar afskriftir – fjárfesting 15 16 13 13 12 13 10 13 Auðlindagjald 2 5 5 6 8 14 14 Greiðslugeta útgerðar á hvert þorskígildi 10 21 7 -1 3 9 10 _________________

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.