Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 48

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 48
46 Þjóðmál SUmAR 2009 & byers, Sequoia Capital, north bridge Venture Partners eða General Catalyst Partners . Allir þessir sjóðir tengjast á einhvern þátt þeirri framtíðarsýn sem þegar hefur verið rædd í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar . Fyrirkomulag sjóða af þessu tagi er mjög hefðbundið og staðlað . Erlendis fjárfesta sjóðirnir fyrst og fremst fyrir fé lífeyrissjóða og aðra handhafa að þolinmóðu fjármagni . 2% af stærð sjóðanna fara í daglegan rekstur og 20% er langtímaávinningurinn til þeirra sem ráku sjóðina . til þess að laða að þá bestu í heimi þurfa þessir sjóðir að vera nægjanlega stórir . Þess vegna er hér kynnt til sögunnar 200 milljarða markmiðið . Þetta er fjárhæð sem er líkleg til að laða að sams konar sérfræðinga og nú eru að hjálpa barack Obama í sinni endurreisn í Clean tech Energy og Kínverjum í uppbyggingu á sjálfbærri þróun . Þetta væru þá sjóðir sem kæmu að uppbyggingu á öflugu atvinnulífi á Íslandi með fjölbreyttum hætti . bæði með fjárfestingum í núverandi fyrirtækjum og aðkomu nýrra nýsköpunarfyrir tækja og verkefna . tilvist þessara sjóða hér á Íslandi mundi einnig laða að ótal erlenda frum- kvöðla og nýsköpunarfyrirtæki til að setja upp starfsstöðvar og koma að atvinnu- uppbyggingu á Íslandi . Það mætti því með sanni segja að með þessu mundi Ísland fá ímynd innan heimsþorpsins sem nýsköp- unarlandið . land sem býður upp á frábæra aðstöðu til að byggja upp grænar og sjálf- bærar lausnir til að kljást við heimsins stærstu vandamál . umræða um landflótta íslenskra ung- menna mundi heyra sögunni til . Aðalhugsunin með því að byggja upp þessa endurreisnarsjóði gengur út á að efla eigið fé fyrirtækja á Íslandi . Þetta er gert með hefðbundinni hlutafjáraukn ingu í fyrirtækjum en ekki lánveitingum sem myndu enn auka skuldsetningu íslenskra fyrirtækja . Þekking, reynsla og tengslanet endur-reisnarsjóðanna mun stuðla að því að fleiri fyrirtæki komist yfir öræfin, þar sem flest sprotafyrirtæki deyja . Einnig kæmu þessir endurreisnarsjóðir að þroskaðri fyrirtækjum á Íslandi og gætu því lagt fé í fyrirtæki eins og CCP, Össur, Marel, Orf eða Actavis . Íslenska hagkerfið þarf ekki nema 20 fyrirtæki á stærð við CCP til að ná upp í heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða ár ið 2009 . En ekki verður strax um mann - freka starfsemi að ræða, svo sem í sjávar út- vegi eða álverum, og stjórnvöld þurfa því að hafa bæði þolinmæði og þor og bera traust til þeirra sem veljast til að byggja upp þessa starfsemi . Fagleg stjórnun á áhættufjármagni er penslar nýsköpunar . Þessvegna er ein besta leiðin til árangurs að veita öflug- um, alþjóðlegum og ópólitískum fag fjár- fest inga sjóðum traust til þess að hjálpa í þessari endurreisn . Slíkir sjóðir kunna að skapa verðmæti úr hinu óáþreifanlega . bestu dæmin um árangur af starfi sjóðanna er að finna í fyrirtækjum frá Silicon Valley, þangað sem hefðir þessara sjóða eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja . Sjá ÍtARlEGRI uMFjÖllun á: www.hug mynda raduneytid.is .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.