Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 55

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 55
 Þjóðmál SUmAR 2009 53 Hermann Guðmundsson Öll í einum báti Sá vandi sem þjóðin glímir við um þessar mundir er að hluta til heimatilbúinn og að hluta til heims kreppa . Það liggur nú í augum uppi að það var frá leitt að reyna að byggja upp alþjóðlega banka í landi sem ekki réð yfir lánveitanda til þrautavara . nú sitjum við Íslendingar í rústum fjár- málakerfisins . Ráðleysi stjórnvalda gefur til kynna að langt er síðan stjórnmála menn í þessu landi hafa tekist á við bráða vanda – kjarkurinn og kunnáttan eru ekki til staðar . Það virðist ekki hafa komist al mennilega til skila að bankarnir hrundu yfir þjóðina en það var ekki atvinnulífið eða heimilin sem hrundu yfir bankana . Það var með vitund og vilja stjórnvalda sem bankarnir fengu að vaxa og síðan að heyja sitt dauða stríð á kostnað gjaldmið ilsins okkar með hörmulegum afleiðingum . Í þröngri stöðu verður að vinna með skýr markmið að leiðarljósi . Mark mið stjórnvalda hljóta að vera þau fyrst og fremst að lágmarka tjón þegnanna þegar horft er til lengri tíma . Ríkisstjórnin er í raun eins og hópur fram- kvæmdastjóra í fyrirtæki sem glímir við risavaxinn vanda . tekjur fyrirtækisins hafa hrunið um 20–25% og munu ef ekkert verður að gert minnka talsvert meira . Þetta tekjutap er nógu slæmt í sjálfu sér en höfuðvandinn sem þessir fram kvæmda- s tjórar standa frammi fyrir er að stór hluti viðskiptavinanna á líka í gríðar legum fjár- hagsvanda og sumir þeirra ætla ekki að versla áfram í heimabyggð heldur flytja sig í annað hagkerfi . Fyrirtæki sem á fjárhagslega veika viðskiptavini verður aldrei sterkt fyrirtæki . Það er því úr vöndu að ráða . Það gerir vandann enn erfiðari viðfangs að því eru takmörk sett hvað þetta fyrir tæki (ríkið) getur sparað og dregið úr um svifum sínum með uppsögnum á starfs fólki . nauð- synlegt er að gera sér grein fyrir þessu strax . Versta úrræðið við þessar aðstæður væri að taka lán í stórum stíl . Sú aðferð er ekki ósvipuð því að fá sér yfirdráttarheimild í von um að ekki verði gripið til hennar . Kostnaðurinn getur orðið gríðarlegur og er ekki á bætandi . Hver einasta króna sem við sköpum í gjaldeyri er okkur ómetan leg, þær krónur sem stjórnvöld þurfa til að greiða vexti erlendis verða ekki notaðar í annað . Ekki er síður varhugavert við þær aðstæð ur sem nú ríkja að hækka skatta . Allir Íslendingar hafa þegar tekið á sig yfir 20% kaupmátt ar- skerðingu og sumir margfalt það í greiðslu- byrði lána . Samt telja stjórnvöld að það sé enn rými til að leggja meira á bak þegn anna . Það má auðveldlega sýna fram á að af 100 .000 krónum í nýjum tekjuskatti frá ein- staklingo fái ríkið nú þegar um 30 .000 kr . í formi virðisaukaskatts og aðflutn ings gjalda af þeim vörukaupum sem þessir peningar annars yrðu notaðir til . Þær 70 .000 krónur sem vantar upp á nýtast sem framlegð og virðisauki í atvinnu lífinu . Hækkun skatta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.