Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 62

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 62
60 Þjóðmál SUmAR 2009 Svo hlógum við báðir . Sagan af Grími er tær snilld eins og það heitir á nútímamáli . nú á tímum er í tísku að skella öllu sínu sálarlífi á borðið fyrir alla sem heyra vilja og líka þá sem vilja það ekki, það er oft gert á þann hátt að maður upplifir „aulahroll“ . Einlægni ásgeirs var ekki minni en nútímamannsins, en hann kunni að opinbera tilfinningar sínar með reisn . Grímur trollaraskáld er samansettur af þrem ólíkum mönnum, hann var „þríeinn“ . Þessir menn voru: Þorgeir Háv ars son, kappinn sem hafði gaman af að berjast og höggva höfuð af mönnum, en vegna tíðarandans hjó Grímur aðeins hausinn af þorskum . Síðan var það Ólafur Kára son ljósvíkingur og sveimhugi sem „réði fyrir hug leiðing um, draumum og aum ingja- skap“ . Sam búð ljósvíkingsins og hetjunnar Þorgeirs gekk oft erfiðlega innra með Grími því „Þorgeir þoldi ekki aum ingja og ljós- víkingurinn ekki hetjur“ . Svo var það strákurinn Móri sem hló að þeim báðum, stundaði prakkaraskap og sameinaði þá Þorgeir og ljósvíkinginn í andstöðu við sig því báðum var hann ákaflega leiður . Þessi samsetning Gríms gerði það að verkum að „hann var maður reikull í ráði“! ásgeir nýtti sér þessa þrískiptingu til hins ýtrasta í skrifum sínum – og hún skýrir kannski fjölbreytni þeirra, mannskilning og dýpt . áseinni árum hefur verið mér hugleikin fyrrnefnd bók, Fiskleysisguðinn, sem gefin var út fjórum árum eftir að ásgeir hélt í ferðalag um hin ójarðnesku svið . Þótt ég hafi unnið lengi við fiskveiðar opn- aði þessi bók augu mín . Stjórnmálamenn hafa tekið alltof mikið mark á Hafrómönn- um, sérfræðingun um, við fiskveiðistjórn- unina . Hver er útkoman af því að hafa hlýtt ráðum fiskifræðinganna á Hafró í hartnær fjörutíu ár? Við veiðum sífellt minna og minna . Hafró lofaði að ef hennar ráðum yrði fylgt myndum við í árslok 1992 búa við 500 .000 tonna jafnstöðuafla á ári, milljón tonna hrygningarstofn og þyrftum ekki lengur að hafa áhyggjur af árlegum aflasveiflum náttúrunnar . já, miklir menn eru þeir sérfræðingarnir, að lofa því að hafstraumar breytist ekki eða hitastig sjávar og átumagn . Það liggur við að þeir hafi getað fengið stjórnmálamennina til að setja lög þar sem þorskurinn væri skikkaður til að halda sig í íslenskri lögsögu! Þorskurinn er ekki auðtamin skepna, hann þvælist um allan sjó í leit að æti og góðum skilyrðum . Hann skeytir engu um lög og reglur mannanna . Enda reyndist ekkert hald í spádómum Hafrannsóknar . árið 1992 var jafnstöðuafli þorsks ekki 500 .000 tonn heldur 230 .000 tonn og hrygningarstofninn ekki milljón tonn heldur 300 .000 tonn – og þrjú aflaleysisár sögð framundan . Síðan hefur allt jafnvel farið á verri veg eins og kunnugt er . Og enn skella stjórnmálamennirnir við skollaeyrum og leggja allt sitt traust á fræðingana . Fáir hafa lagt meira af mörkum við að koma til skila dýrmætum hluta sögu okkar Íslendinga, fiskveiðisögunni og því mann lífi sem hún geymir, en ásgeir jakobsson . Í bókum hans er sögð saga þeirra manna sem lögðu grunninn að því vel ferð ar sam félagi sem við byggjum í dag . At hafna menn irnir Aðalsteinn jónsson, Ein ar Guðfinnsson, Einar Þorgilsson, Óskar Hall- dórsson, Pétur j . Thorsteinsson og tryggvi Ófeigsson birtast okkur ljóslif andi á síðum bóka ásgeirs – sem aldrei hafa verið þessari þjóð þarfari lesning en einmitt nú . Það er mjög í tísku hjá menningarvitum þessa lands að halda málþing um rithöfunda og fræðimenn . Hvernig stendur á því að ekki hefur verið haldið málþing um verk ásgeirs jakobssonar?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.