Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 72

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 72
70 Þjóðmál SUmAR 2009 nú dregur enginn í efa, að lýðræðislegir stjórnarhættir ráða í öllum aðildarríkjum bandalagsins . Raunar hefur það orðið einskonar gæðastimpill á stjórnarfar hjá Evrópuþjóðum, sem hafa losnað undan einræðisherrum, að fá aðild að nAtO . Með henni á til dæmis að vera tryggt, að herafli viðkomandi ríkja lúti borgaralegri yfirstjórn . Í áranna rás hefur oft reynt á innviði nAtO vegna atburða á vettvangi alþjóðastjórnmála . Aldrei hefur þó tekist að reka fleyg í samstarfið og á 60 ára ferli bandalagsins hefur engin þjóð sagt sig úr því . nú síðast hefur það á hinn bóginn gerst, að Frakkar hafa að nýju hafið þátt- töku í hernaðarlegu samstarfi og herstjórn- um innan nAtO . Einangrunarstefnu de Gaulles gagnvart nAtO hefur verið hafn- að af nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, rúmum 40 árum eftir að henni var hrund ið í fram kvæmd . Íslendingar sátu utan hermálanefndar nAtO og töldu sig ekki eiga þangað erindi, herlaus þjóðin . Þetta breyttist í tíð Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráðherra um miðjan níunda áratuginn . Þá sótti sendi herra Íslands einnig í fyrsta sinn fund í kjarnorkuáætlananefnd bandalagsins . Hér hefur lengst af verið treyst á mat annarra og þá einkum bandaríkjastjórnar á þeim hættum, sem steðjuðu að öryggi þjóðarinnar . Sjálfstæð rannsóknarstarfsemi í öryggismálum hefur ekki fest hér rætur . Oftar en einu sinni hafa stjórnvöld þó beitt sér fyrir athugunum á eigin vegum . undir lok viðreisnaráratugarins ræddi bjarni benediktsson forsætisráðherra við Alistair buchan, forstjóra Alþjóða her mála- stofnunarinnar í london, og með aðstoð hans var fenginn kanadískur sérfræðingur til að leggja mat á öryggishags muni Íslands . Vinstri stjórnin, sem tók við af viðreisn- ar stjórninni, fékk Åke Sparring, sænskan öryggismálafræðing, til að skrifa skýrslu um öryggismál Íslands og var hún gefin út á sænsku . Í upphafi áttunda áratugarins beitti johan jörgen Holst, helsti öryggismálasérfræð- ingur norðmanna og síðar varnarmálaráð- herra og utanríkisráðherra, sér fyrir þátt- töku Íslendinga í norrænum og alþjóð- leg um ráðstefnum um þróun öryggismála á norður-Atlantshafi og voru gefnar út nokkrar bækur með ritgerðum um það efni . Öryggismálanefnd var stofnuð hér á landi með vísan til stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Ólafs jóhannessonar árið 1978 og var benedikt Gröndal, utanríkisráðherra og síðar forsætisráðherra, höfundur þeirrar tillögu . nefndin starfaði til ársins 1991 und- ir formennsku björgvins Vilmundarsonar banka stjóra, sem jafnframt var virkur félagi og stjórnarmaður í Samtökum um vest ræna samvinnu . Með nefndinni tengdist Ísland fjölþjóðlegum rannsókna- og fræða heimi á þessu sviði, en þeir Gunnar Gunnarsson og Albert jónsson, sem báðir urðu síðar sendiherrar, leiddu fræðilegt starf á vegum nefndarinnar . Eftir hrun Sovétríkjanna í upphafi tíunda áratugarins setti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á laggirnar nefnd stjórn mála- manna úr Alþýðuflokki og Sjálf stæðisflokki og embættismanna til að leggja mat á áhrif breytinga í alþjóðastjórnmálum á öryggishagsmuni Íslands . nefndin birti skýrslu í mars 1993 . Þá hefur utanríkisráðuneytið látið gera hættumat og lauk því með skýrslu 1999 og einnig nú í mars 2009, þegar fjölmenn nefnd undir formennsku Vals Ingimundar- sonar, prófessors, skilaði áhættumats skýrslu fyrir Ísland, þar sem rætt er um hnatt ræna, samfélagslega og hernaðarlega þætti . Innan Háskóla Íslands hafa fræðimenn

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.