Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 72

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 72
70 Þjóðmál SUmAR 2009 nú dregur enginn í efa, að lýðræðislegir stjórnarhættir ráða í öllum aðildarríkjum bandalagsins . Raunar hefur það orðið einskonar gæðastimpill á stjórnarfar hjá Evrópuþjóðum, sem hafa losnað undan einræðisherrum, að fá aðild að nAtO . Með henni á til dæmis að vera tryggt, að herafli viðkomandi ríkja lúti borgaralegri yfirstjórn . Í áranna rás hefur oft reynt á innviði nAtO vegna atburða á vettvangi alþjóðastjórnmála . Aldrei hefur þó tekist að reka fleyg í samstarfið og á 60 ára ferli bandalagsins hefur engin þjóð sagt sig úr því . nú síðast hefur það á hinn bóginn gerst, að Frakkar hafa að nýju hafið þátt- töku í hernaðarlegu samstarfi og herstjórn- um innan nAtO . Einangrunarstefnu de Gaulles gagnvart nAtO hefur verið hafn- að af nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, rúmum 40 árum eftir að henni var hrund ið í fram kvæmd . Íslendingar sátu utan hermálanefndar nAtO og töldu sig ekki eiga þangað erindi, herlaus þjóðin . Þetta breyttist í tíð Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráðherra um miðjan níunda áratuginn . Þá sótti sendi herra Íslands einnig í fyrsta sinn fund í kjarnorkuáætlananefnd bandalagsins . Hér hefur lengst af verið treyst á mat annarra og þá einkum bandaríkjastjórnar á þeim hættum, sem steðjuðu að öryggi þjóðarinnar . Sjálfstæð rannsóknarstarfsemi í öryggismálum hefur ekki fest hér rætur . Oftar en einu sinni hafa stjórnvöld þó beitt sér fyrir athugunum á eigin vegum . undir lok viðreisnaráratugarins ræddi bjarni benediktsson forsætisráðherra við Alistair buchan, forstjóra Alþjóða her mála- stofnunarinnar í london, og með aðstoð hans var fenginn kanadískur sérfræðingur til að leggja mat á öryggishags muni Íslands . Vinstri stjórnin, sem tók við af viðreisn- ar stjórninni, fékk Åke Sparring, sænskan öryggismálafræðing, til að skrifa skýrslu um öryggismál Íslands og var hún gefin út á sænsku . Í upphafi áttunda áratugarins beitti johan jörgen Holst, helsti öryggismálasérfræð- ingur norðmanna og síðar varnarmálaráð- herra og utanríkisráðherra, sér fyrir þátt- töku Íslendinga í norrænum og alþjóð- leg um ráðstefnum um þróun öryggismála á norður-Atlantshafi og voru gefnar út nokkrar bækur með ritgerðum um það efni . Öryggismálanefnd var stofnuð hér á landi með vísan til stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Ólafs jóhannessonar árið 1978 og var benedikt Gröndal, utanríkisráðherra og síðar forsætisráðherra, höfundur þeirrar tillögu . nefndin starfaði til ársins 1991 und- ir formennsku björgvins Vilmundarsonar banka stjóra, sem jafnframt var virkur félagi og stjórnarmaður í Samtökum um vest ræna samvinnu . Með nefndinni tengdist Ísland fjölþjóðlegum rannsókna- og fræða heimi á þessu sviði, en þeir Gunnar Gunnarsson og Albert jónsson, sem báðir urðu síðar sendiherrar, leiddu fræðilegt starf á vegum nefndarinnar . Eftir hrun Sovétríkjanna í upphafi tíunda áratugarins setti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á laggirnar nefnd stjórn mála- manna úr Alþýðuflokki og Sjálf stæðisflokki og embættismanna til að leggja mat á áhrif breytinga í alþjóðastjórnmálum á öryggishagsmuni Íslands . nefndin birti skýrslu í mars 1993 . Þá hefur utanríkisráðuneytið látið gera hættumat og lauk því með skýrslu 1999 og einnig nú í mars 2009, þegar fjölmenn nefnd undir formennsku Vals Ingimundar- sonar, prófessors, skilaði áhættumats skýrslu fyrir Ísland, þar sem rætt er um hnatt ræna, samfélagslega og hernaðarlega þætti . Innan Háskóla Íslands hafa fræðimenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.