Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 73

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 73
 Þjóðmál SUmAR 2009 71 látið sig öryggismál varða en einkum frá stjórnmálafræðilegum og sagnfræðilegum sjónarhóli . Þess hefur gætt, að herfræðilegar rannsóknir kunni að vera hættulegar í sjálfu sér eða fyrir neðan það, sem Íslendingum beri að sinna . Hvað sem slíkri afstöðu líður verða Íslendingar að taka mið af hnattstöðu eigin lands, hún breytist ekki, hvernig sem stjórnmálavindar blása . A tlantshafsbandalagið hefur orðið að laga sig að breyttri heimsmynd og nýju hernaðarlegu mati . Við hrun kommúnism- ans töldu margir, að bandalagið hefði runn ið sitt skeið . á utanríkisráðherrafundi nAtO í Reykjavík 2002 var ákveðið, að banda lagið skyldi láta að sér kveða við hvers konar hættu og hvar sem er, ógnaði hún öryggi bandalagsþjóðanna . nú stjórnar nAtO hernaði í Afganistan . Heldur úti skipum undan strönd Sómalíu til að verjast sjóræningjum og flotadeild undir merkjum nAtO er við landamæragæslu á Miðjarðarhafi til að aftra flóttafólki frá Afríku að komast til Evrópu . á leiðtogafundi nAtO í tilefni 60 ára afmælisins er hrundið af stað endur skoð- un á hernaðar- og varnarstefnu bandalags- ins frá 1999 . Við endurskoðunina verður spurt, hve langt bandalagið eigi að ganga í þá átt að verða virkur þátttakandi í borg- ara legum aðgerðum við endurreisn ríkja á borð við Afganistan . Þá munu enn vakna deilur um verkskil milli nAtO og annarra alþjóðastofnana . Meðal annars verður spurt, hvort nAtO eigi að verða smækkuð útgáfa af Samein uðu þjóðunum og þá hvers vegna . Eða hvort nAtO eigi að skerpa enn frekar skilin milli sín og Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum, en þessi skil eru óljós í mörgu tilliti . Eftir hrun Sovétríkjanna bundu margir vonir við, að Rússar myndu laga sig að meginstraumum í stjórnmálum og öryggis- málum Evrópu . Hið gagnstæða hefur gerst og æ betur skýrist, að rússnesk stjórnvöld hafa vaxandi óbeit á samstarfi ríkja undir merkjum nAtO . birtist hún í mörgu og þó hvað skýrast í andstöðu við stækkun bandalagsins með aðild Úkraínu og Georgíu . Þá eru Kremlverjar enn sömu skoðunar og Gorbatsjov í Höfða árið 1986, að bandaríkjamenn megi ekki eignast eldflaugavarnir í Evrópu . Hvort tekst að endurstilla samskiptin við Rússa eftir innrás þeirra í Georgíu í ágúst 2008 eins og barack Obama, bandaríkjaforseti, vill er enn óljóst . Hitt er skýrt, að það er undir Rússum einum komið, hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við nágranna sína í Evrópu eða bandaríkjamenn . Með hlýnun jarðar og bráðnun ís-hellunnar á norður-Íshafi eru hug - myndir manna um þróun mála á norð - ur slóðum að breytast . Rússar hafa til dæmis ákveðið að leggja höfuðkapp á að byggja upp norður skautsherafla til tryggja hagsmuni sína á þessum slóðum sem best . bandaríkjamenn, Kanadamenn, Danir og norðmenn, sem eiga, auk Rússa, land að norður-Íshafi hafa mótað nýja stefnu um auðlindir, yfirráð og siglingar . Evrópu- sambandið hefur einnig nýlega kynnt norðurskautsstefnu sína . Við brottför bandaríska varnarliðsins héðan í september 2006 var haft eftir embættismanni hjá nAtO, að Ísland væri komið á hjara í hernaðarlegu tilliti . Hafi þetta verið rétt þá, hafa vindar blásið á ann an veg síðan . Ísland er ekki lengur á þessum hjara . Hin miklu umskipti á norður-Íshafi breyta matinu á gildi hnattstöð unnar . Í þessu ljósi er ákvörðun bandaríkja-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.