Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 84

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 84
82 Þjóðmál SUmAR 2009 Bókadómar _____________ Eilíf nótt Elie Wiesel: Nótt, Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2009, 192 bls. Eftir Stefán Mána bókin Nótt eftir gyðinginn Elie Wiesel telst til klassískra helfararbókmennta . Hér er á ferðinni sjálfsævisöguleg frásögn af unglingi sem kemst lífs af úr saman söfn- un ar búðum nasista en missir á sama tíma systur sína, móður, föður og að lokum trúna á guð; höfundurinn er sumsé einn af eftirlifendum hel- fararinnar, þeirrar áætlunar Hitl ers að þurrka gyðinga, sígauna, sam- kynhneigða og hina ýmsu minni- hlutahópa af yfirborði jarðar . bók in er alþjóðleg metsölubók auk þess sem margvísleg verðlaun og viðurkenn ingar hafa fallið höf- undinum í skaut, og ber þar helst að nefna friðarverðlaun nóbels árið 1986 . Sagan hefst í ungverjalandi, í smábænum Síget í transylvaníu, vorið 1944 . Þetta er einn mesti galdur sögunnar . Í upphafi hennar er seinni heimsstyrjöldin sama sem búin – Rússar og bandamenn þrengja að Þjóðverjum, og staðurinn, friðsælt sveita- þorp í fjöllum ungverjalands, er svo fjarri skelfingu vígvallarins að engum dettur í hug að eitthvað hryllilegt muni eða hreinlega geti gerst, hvorki persónum sög unn ar né lesanda bókarinnar . En hið illa vakir á meðan mennirnir sofa … til að gæta allrar sanngirni hefst sagan á stuttum formála sem gerist árið 1942 en þá lendir einn af þorpsbúunum, hinn geð þekki Moishe meðhjálpari, í klóm nasist anna . Hann er gyðingur af erlendum upp runa og honum og fleirum af hans sauða húsi er troðið í gripavagn af ungversku lögregl- unni og sendir burtu . Eftir brottrekst- urinn gengur sá orðrómur í þorpinu að hinir brottreknu séu við störf í Galisíu og líði bara vel . Meðhjálparinn snýr aftur nokkrum mánuðum seinna og hefur aðra sögu að segja . Hann gengur hús úr húsi og segir öllum sem heyra vilja, og hinum líka, að allir í gripavagninum hafi verið teknir af lífi í skógi í Póllandi . Að hann einn hafi komist lífs af . En það trúir honum enginn, hann er sagður vitlaus . Sagan er einfald- lega of fáránleg í ljótleika sínum, of órökrétt, of ýkt … Vorið 1944 . Í Nótt kynnist lesandinn raun veruleika sem verður smám saman að lygi legum óraunveruleika sem að lokum reynist jafnraunverulegur og hann er helv- ískur . lífið í Síget gengur sinn vanagang . Það berast góðar fréttir af vígstöðvunum í Rússlandi . Þýskaland mun bíða ósigur hvað úr hverju . Það er bara spurning um tíma, vikur eða mánuði . En tíminn líður hægt og vondir hlutir gerast hratt . Fréttir berast en óttinn og kvíðinn breytast

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.