Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 85

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 85
 Þjóðmál SUmAR 2009 83 jafnharðan í afneitun . Fasistar komast til valda í ungverjalandi – þýski herinn ryðst inn í ungverjaland – gyðingar í búdapest verða fyrir aðkasti – þýskir hermenn birtast í Síget – gyðingum er óheimilt að yfirgefa heimili sín – gyðingum gert skylt að afhenda verðmæti, sérstaklega gull og silfur – gyðingum gert að bera gula stjörnu – gyðingahverfum breytt í lokuð gettó … En afneitunin er alger, ótrúlegt en satt . Að vera lokaður inni er sama og að fá að vera í friði, er það ekki? Fólk telur þetta jákvætt . Ennþá . En ekki mikið lengur . Þegar fyrirsjáanlegir brottflutningarnir loks hefjast er of seint að vakna af dásvefninum; gyðingarnir í Síget hafa verið dæmdir til dauða, allir sem einn, karlar, konur og börn . Reyndar beið þeirra annað og meira en bara dauðinn sem slíkur; þeim var smalað upp í lest sem fór með þau alla leið til heljar, í trúarlegum, andlegum og bókstaflegum skilningi þess orðs … lýsingin á ferðalaginu til Auschwitz, birkenau og loks buna er myndræn, ljóð- ræn, martraðarkennd og algerlega ógleym- anleg þeim sem les . Þegar höfundi tekst best upp nær Nótt listrænum hæðum sem jafnast á við hið besta í fagurbókmenntum tuttugustu aldar . Þetta myrka ferðalag í eilífri nótt til endimarka mannlegs skilnings er varðað geðsýkislegum hróp um vitstola konu og endar í örvæntingu og uppgjöf frammi fyrir djöfullegum ofnum sam an- söfnunarbúðanna; brennsluofnum sem spúa eldi og reyk og „geðveika“ konan sá fyrir sér alla leiðina … Eftir að lestin nemur staðar tekur við ömurleg þrautaganga sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér af tillitssemi við þá sem eiga eftir að lesa bókina en verð þó að minnast lauslega á langhlaupið mikla undir lok sögunnar; þar fer höfundurinn á kostum í hrollvekjandi lýsingu á einhverri þeirri fáránlegustu þolraun sem sögur fara af í gervallri mannkynssögunni . Ég segi ekki meira … Nótt er mögnuð bók og eftirminnileg, nauðsynleg lesning hverjum hugsandi manni . Hún vakti mig til umhugsunar um margt og kenndi mér sitthvað fleira . Ég veit núna að við mennirnir erum þannig saman settir að okkur er um megn að trúa því sem satt er ef það er nógu fáránlegt, nógu ljótt, nógu djöfullegt . Ég veit að eldi og brennisteini rignir jafnt yfir réttláta og rangláta, trúaða jafnt og trúlausa . Og ég veit einnig að allur aðskilnaður er af hinu vonda, hvort sem hluti samfélagsins skilur sig sjálfviljugur frá restinni eða er neyddur til þess . Þjóðernishreinsanir eru ekki liðin tíð . Þær hafa viðgengist í Afríku, Serbíu og víðar og viðgangast enn, til dæmis fyrir botni Miðjarðarhafs, í orði og á borði . Helfararbækur eins og Nótt tilheyra ekki fortíðinni . Þær segja sögu sem enn er ekki lokið . Því miður … bók sem allir fjölmiðla- menn ættu að lesa Ólafur Teitur Guðnason: Fjölmiðlar 2007, Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2009, 288 bls. Eftir Eið Guðnason Þessa bók las ég eiginlega eins og reyfara og skemmti mér vel . Hafði áður lesið tvær af þremur fyrri bókum höfundar um sama efni . nýja bókin geymir fjölmiðla- pistla hans úr Viðskiptablaðinu árið 2007 . Ól afur teitur kemur víða við . undirtitill bók ar innar er: „Getur þú treyst þeim?“ Það er rétt að svara þessari spurningu strax: „Oftast, en ekki nærri alltaf .“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.