Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 85

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 85
 Þjóðmál SUmAR 2009 83 jafnharðan í afneitun . Fasistar komast til valda í ungverjalandi – þýski herinn ryðst inn í ungverjaland – gyðingar í búdapest verða fyrir aðkasti – þýskir hermenn birtast í Síget – gyðingum er óheimilt að yfirgefa heimili sín – gyðingum gert skylt að afhenda verðmæti, sérstaklega gull og silfur – gyðingum gert að bera gula stjörnu – gyðingahverfum breytt í lokuð gettó … En afneitunin er alger, ótrúlegt en satt . Að vera lokaður inni er sama og að fá að vera í friði, er það ekki? Fólk telur þetta jákvætt . Ennþá . En ekki mikið lengur . Þegar fyrirsjáanlegir brottflutningarnir loks hefjast er of seint að vakna af dásvefninum; gyðingarnir í Síget hafa verið dæmdir til dauða, allir sem einn, karlar, konur og börn . Reyndar beið þeirra annað og meira en bara dauðinn sem slíkur; þeim var smalað upp í lest sem fór með þau alla leið til heljar, í trúarlegum, andlegum og bókstaflegum skilningi þess orðs … lýsingin á ferðalaginu til Auschwitz, birkenau og loks buna er myndræn, ljóð- ræn, martraðarkennd og algerlega ógleym- anleg þeim sem les . Þegar höfundi tekst best upp nær Nótt listrænum hæðum sem jafnast á við hið besta í fagurbókmenntum tuttugustu aldar . Þetta myrka ferðalag í eilífri nótt til endimarka mannlegs skilnings er varðað geðsýkislegum hróp um vitstola konu og endar í örvæntingu og uppgjöf frammi fyrir djöfullegum ofnum sam an- söfnunarbúðanna; brennsluofnum sem spúa eldi og reyk og „geðveika“ konan sá fyrir sér alla leiðina … Eftir að lestin nemur staðar tekur við ömurleg þrautaganga sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér af tillitssemi við þá sem eiga eftir að lesa bókina en verð þó að minnast lauslega á langhlaupið mikla undir lok sögunnar; þar fer höfundurinn á kostum í hrollvekjandi lýsingu á einhverri þeirri fáránlegustu þolraun sem sögur fara af í gervallri mannkynssögunni . Ég segi ekki meira … Nótt er mögnuð bók og eftirminnileg, nauðsynleg lesning hverjum hugsandi manni . Hún vakti mig til umhugsunar um margt og kenndi mér sitthvað fleira . Ég veit núna að við mennirnir erum þannig saman settir að okkur er um megn að trúa því sem satt er ef það er nógu fáránlegt, nógu ljótt, nógu djöfullegt . Ég veit að eldi og brennisteini rignir jafnt yfir réttláta og rangláta, trúaða jafnt og trúlausa . Og ég veit einnig að allur aðskilnaður er af hinu vonda, hvort sem hluti samfélagsins skilur sig sjálfviljugur frá restinni eða er neyddur til þess . Þjóðernishreinsanir eru ekki liðin tíð . Þær hafa viðgengist í Afríku, Serbíu og víðar og viðgangast enn, til dæmis fyrir botni Miðjarðarhafs, í orði og á borði . Helfararbækur eins og Nótt tilheyra ekki fortíðinni . Þær segja sögu sem enn er ekki lokið . Því miður … bók sem allir fjölmiðla- menn ættu að lesa Ólafur Teitur Guðnason: Fjölmiðlar 2007, Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2009, 288 bls. Eftir Eið Guðnason Þessa bók las ég eiginlega eins og reyfara og skemmti mér vel . Hafði áður lesið tvær af þremur fyrri bókum höfundar um sama efni . nýja bókin geymir fjölmiðla- pistla hans úr Viðskiptablaðinu árið 2007 . Ól afur teitur kemur víða við . undirtitill bók ar innar er: „Getur þú treyst þeim?“ Það er rétt að svara þessari spurningu strax: „Oftast, en ekki nærri alltaf .“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.