Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 96

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 96
94 Þjóðmál SUmAR 2009 Ekki þarf að koma á óvart, að Che Guevara er alveg sérstakt uppáhald og verndardýrð- lingur allra sannra „friðarsinna“ og þátttakenda í „ofbeldisumræðunni“ . Sem fyrr sagði var Guevara böðull, ekki aðeins í óeiginlegri, heldur líka í alveg eiginlegri merkingu orðsins og örlög hans voru fyllilega verðskulduð . Í stríðinu í Sierra Maestra, sem Castro hrinti af stað á sínum tíma til að ná völdum fyrir sig og kenningu sína sá Che um böðulsverkin . Hann tók þá afsíðis, sem ekki vildu makka rétt og skaut eigin hendi með skammbyssu sinni . Í hreinsununum miklu og fjöldaaftökun um, sem fylgdu í kjölfar valdatöku Castros hafði Guevara líka yfirumsjón með aftökun um . um þetta blóðbað, eins og önnur illvirki Castros, er þó aldrei talað . Allir vinstri menn, „róttækir“ og aðrir, slá skjaldborg um Castro enn í dag . Hvers kyns alvarleg gagnrýni á þennan miskunnarlausa alræðis herra, kúgara og böðul kostar fastistastimpil, ekki aðeins frá þeim ungu róttæklingum sem hér um ræðir, heldur frá gjörvallri vinstri hreyfingunni sem heild . Mér er fullljóst, að samúð með alræðis- herrum, hryðjuverkamönnum og gúlagi er ekki það eina, sem greinir sundur vinstri menn og hægri, en um forræðishyggju, sýndar mennsku, tvöfeldni, óskhyggju og orðagjálfur mun ég e .t .v . ræða síðar . Afstaðan til Castros er merkileg í þessu sambandi . Hann er nú hættur að bleyta smjörið, og eftir dauða hans mun kerfið sem hann kom á hrynja þar sem annars staðar, en það verður í vissum skilningi eftirsjá að Castro . Þótt hálf öld sé liðin frá valdatöku hans og járntjaldið fallið hefur mér sýnst að afstaðan til Castros sé enn í dag einhver allra besta aðferðin til að greina svonefnda „hægri menn“ frá vinstra fólki . Sá sem bregst til varnar þegar Castro ber á góma er vinstri maður . Sá sem ekki reynir að bera í bætifláka fyrir ódæðin er hægri maður . Þetta kann að virðast einfeldningslegt en ég fæ ekki séð að til sé önnur aðferð til að greina hægri frá vinstri, sem er einfaldari, áreiðanlegri og afdráttarlausari en þessi . Hver sagði, að kalda stríðinu væri lokið? Ýmislegt brölt og uppátæki vinstri manna hafa valdið mér undrun og heilabrotum allt frá barnsaldri og fram á þennan dag og það eru liðin mörg ár síðan ég hætti að líta svo á, að háttalag þeirra mætti einungis skýra með hliðsjón af marxisma/sósíalisma . Þeir eru fyrst og fremst það, sem áður fyrr var stundum kallað „niðurrifsöflin“ og eiga sér andlega forfeður langt aftur í aldir, frá því löngu, löngu áður en sósíalismi eða marx ismi urðu til . Einkennin verða, sem fyrr sagði, því afdráttarlausari, þeim mun lengra til vinstri, þ .e . „róttækari“, sem þeir teljast . Sem áður sagði lenti vinstri hreyfingin í sálarkreppu við fall alræðis og gúlags 1989– 1991 . Í alræðisherrum kommúnistaríkj- anna höfðu andlegir forfeður MÚR-fólks- ins séð vini, sem eins og þeir sjálfir hötuðu og vildu kollvarpa þjóðfélagi Vesturlanda . Það mistókst og nú leitar ný kynslóð sér nýrra bandamanna meðal hinna ýmsu hryðju verkahópa og hatursmanna Vestur- landa í þriðja heiminum . bandaríkjahatrið, sem MÚR-fólk á sam- eiginlegt með andlegum (og oft einnig líkamlegum) forfeðrum sínum, kemur víða fram í þessari bók . Afstöðu vinstri manna til bandaríkjanna svipar reyndar mjög til afstöðu sníkilsins til hýsils síns . „Róttækir“ vinstri menn af eldri kynslóð voru gjarnan nánast helteknir af djassi og fleiri þáttum bandarískrar menningar, en studdu af alefli Stalín og aðra þá sem vildu tortíma banda ríkjunum . Þessi tvískinnungur er enn meira áberandi meðal hinnar nýju kynslóðar . Hugarheimur þessa fólks er að miklu leyti skapaður í bandaríkjunum, ekki síst sú „pólitíska rétthugsun“, sem

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.