Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 96

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 96
94 Þjóðmál SUmAR 2009 Ekki þarf að koma á óvart, að Che Guevara er alveg sérstakt uppáhald og verndardýrð- lingur allra sannra „friðarsinna“ og þátttakenda í „ofbeldisumræðunni“ . Sem fyrr sagði var Guevara böðull, ekki aðeins í óeiginlegri, heldur líka í alveg eiginlegri merkingu orðsins og örlög hans voru fyllilega verðskulduð . Í stríðinu í Sierra Maestra, sem Castro hrinti af stað á sínum tíma til að ná völdum fyrir sig og kenningu sína sá Che um böðulsverkin . Hann tók þá afsíðis, sem ekki vildu makka rétt og skaut eigin hendi með skammbyssu sinni . Í hreinsununum miklu og fjöldaaftökun um, sem fylgdu í kjölfar valdatöku Castros hafði Guevara líka yfirumsjón með aftökun um . um þetta blóðbað, eins og önnur illvirki Castros, er þó aldrei talað . Allir vinstri menn, „róttækir“ og aðrir, slá skjaldborg um Castro enn í dag . Hvers kyns alvarleg gagnrýni á þennan miskunnarlausa alræðis herra, kúgara og böðul kostar fastistastimpil, ekki aðeins frá þeim ungu róttæklingum sem hér um ræðir, heldur frá gjörvallri vinstri hreyfingunni sem heild . Mér er fullljóst, að samúð með alræðis- herrum, hryðjuverkamönnum og gúlagi er ekki það eina, sem greinir sundur vinstri menn og hægri, en um forræðishyggju, sýndar mennsku, tvöfeldni, óskhyggju og orðagjálfur mun ég e .t .v . ræða síðar . Afstaðan til Castros er merkileg í þessu sambandi . Hann er nú hættur að bleyta smjörið, og eftir dauða hans mun kerfið sem hann kom á hrynja þar sem annars staðar, en það verður í vissum skilningi eftirsjá að Castro . Þótt hálf öld sé liðin frá valdatöku hans og járntjaldið fallið hefur mér sýnst að afstaðan til Castros sé enn í dag einhver allra besta aðferðin til að greina svonefnda „hægri menn“ frá vinstra fólki . Sá sem bregst til varnar þegar Castro ber á góma er vinstri maður . Sá sem ekki reynir að bera í bætifláka fyrir ódæðin er hægri maður . Þetta kann að virðast einfeldningslegt en ég fæ ekki séð að til sé önnur aðferð til að greina hægri frá vinstri, sem er einfaldari, áreiðanlegri og afdráttarlausari en þessi . Hver sagði, að kalda stríðinu væri lokið? Ýmislegt brölt og uppátæki vinstri manna hafa valdið mér undrun og heilabrotum allt frá barnsaldri og fram á þennan dag og það eru liðin mörg ár síðan ég hætti að líta svo á, að háttalag þeirra mætti einungis skýra með hliðsjón af marxisma/sósíalisma . Þeir eru fyrst og fremst það, sem áður fyrr var stundum kallað „niðurrifsöflin“ og eiga sér andlega forfeður langt aftur í aldir, frá því löngu, löngu áður en sósíalismi eða marx ismi urðu til . Einkennin verða, sem fyrr sagði, því afdráttarlausari, þeim mun lengra til vinstri, þ .e . „róttækari“, sem þeir teljast . Sem áður sagði lenti vinstri hreyfingin í sálarkreppu við fall alræðis og gúlags 1989– 1991 . Í alræðisherrum kommúnistaríkj- anna höfðu andlegir forfeður MÚR-fólks- ins séð vini, sem eins og þeir sjálfir hötuðu og vildu kollvarpa þjóðfélagi Vesturlanda . Það mistókst og nú leitar ný kynslóð sér nýrra bandamanna meðal hinna ýmsu hryðju verkahópa og hatursmanna Vestur- landa í þriðja heiminum . bandaríkjahatrið, sem MÚR-fólk á sam- eiginlegt með andlegum (og oft einnig líkamlegum) forfeðrum sínum, kemur víða fram í þessari bók . Afstöðu vinstri manna til bandaríkjanna svipar reyndar mjög til afstöðu sníkilsins til hýsils síns . „Róttækir“ vinstri menn af eldri kynslóð voru gjarnan nánast helteknir af djassi og fleiri þáttum bandarískrar menningar, en studdu af alefli Stalín og aðra þá sem vildu tortíma banda ríkjunum . Þessi tvískinnungur er enn meira áberandi meðal hinnar nýju kynslóðar . Hugarheimur þessa fólks er að miklu leyti skapaður í bandaríkjunum, ekki síst sú „pólitíska rétthugsun“, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.