Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 20156 Sigríður Zoëga, nýorðin doktor í hjúkrunarfræði, skrifar hér um hvernig leggja má mat á bráða verki. Þessi grein er sú fyrsta af fjórum. Í þeim greinum, sem á eftir fylgja, verður fjallað um mat á langvinnum verkjum, mat á verkjum hjá þeim sem ekki geta tjáð sig munnlega og mat á verkjum hjá börnum. Verkir eru algengir meðal almennings í samfélaginu og á sjúkrastofnunum og hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsutengd lífsgæði fólks. Góð verkjameðferð er mikilvægur þáttur heilbrigðisþjónustunnar en hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í mati og meðferð verkja. Þeir gefa verkjalyf og veita aðra meðferð við verkjum, fræða sjúklinga og aðstandendur um verki og Sigríður Zoëga, szoega@landspitali.is verkjameðferð, eru málsvarar sjúklinga og koma upplýsingum til lækna og síðast en ekki síst meta þeir verki sem og árangur og aukaverkanir meðferðar (Vallerand o.fl., 2011). Mat á verkjum er fyrsta skrefið í árangursríkri verkjameðferð en tilgangur þessarar greinar er að lýsa því hvernig mat á bráðum verkjum hjá fullorðnum einstaklingum er framkvæmt. Fjallað er um þætti í upplýsingasöfnun, kvarða til að meta styrk verkja og hvernig skuli meta árangur verkjameðferðar. Tíðni bráðra verkja Verkir eru algengir og hafa neikvæð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega líðan sjúklinga (Joshi og Ogunnaike, 2005). MAT Á BRÁÐUM VERKJUM

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.