Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 20106 Hildigunnur Svavarsdóttir og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, hs@unak.is NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 Í nýum endurlífgunarleiðbeiningum er enn meiri áherslu lögð á tafarlaust og djúpt hjartahnoð, rafstuð eins fljótt og hægt er og kælingu eftir endurlífgun. Vægi lyfjagjafar fer minnkandi en þó er enn mælt með nokkrum lyfjum. 18. október sl. gaf Evrópska endurlífgunar­ ráðið (ERC) út nýjar leiðbeiningar í endur­ lífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggjast leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á með­ ferð og árangri í endurlífgun á alþjóðlega vísu (International Consensus on CPR Science with Treatment Recommendations (CoSTR)). Rannsóknarvinnan fól meðal annars í sér ýtarlega yfirferð vísindarann­ sókna sem tengjast endurlífgun. Endur­ lífgunar fræðin eru í stöðugri þróun og er nauðsynlegt að uppfæra klínískar leiðbeiningar sem endurspegla þessa þróun svo heilbrigðisstarfsmenn og aðrir geti ávallt unnið samkvæmt nýjustu leiðbeiningum. Nýju leiðbeiningarnar eru að mestu óbreyttar frá síðustu útgáfu þeirra árið 2005. Ástæðan er annars vegar sú að lítið er um birtingu á nýjum rannsóknaniðurstöðum og hins vegar er ástæðan sú að nýjar niðurstöður styrkja einfaldlega fyrri rannsóknarniðurstöður (Nolan o.fl., 2010). Inn í eftirfarandi umfjöllun um endurlífgun full orðinna (grunnendurlífgun, notkun hjarta stuðtækja og sér hæfða endur lífgun) er fléttuð kynning á nýjum leið beiningum og þeim breyt ingum sem hafa orðið frá útgáfu síðustu leið beininga árið 2005 (tafla 1). Endurlífgun Blóðþurrðarsjúkdómar eru algengasta orsök dauða í heiminum og er skyndidauði meginorsök dauða hjá þessum sjúklinga­ hópi. Til að mynda fara um það bil 500.000 manns í hjartastopp á ári í Evrópu. Sé endurlífgun veitt af nærstöddum aukast lífslíkurnar tvöfalt til þrefalt, hins vegar er endurlífgun aðeins framkvæmd í 20% tilvika Hildigunnur Svavarsdóttir er hjúkrunarfræðingur, MSc, forstöðumaður deildar kennslu og vísinda á FSA, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans og lektor við heilbrigðis vísindasvið HA. Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur, MSc, verkefnastjóri Sjúkraflutningaskólans og hjúkrunarfræðingur á slysa­ og bráðamóttöku FSA. þegar um er að ræða hjartastopp utan sjúkrahúsa. Í 25­30% tilfella skyndidauða er sjúklingur í taktinum „sleglatif“ (ventricular fibrillation) í upphafi . Líði of langur tími áður en endurlífgun er hafin breytist þessi taktur í rafleysu (asystole). Meiri líkur eru á að sjúklingur lifi af hjartastopp ef endurlífgun hefst meðan hann er enn þá í sleglatifi en líkurnar minnka stórlega þegar takturinn hefur breyst í rafleysu (Koster o.fl., 2010). Mælt er með að hefja endurlífgun án tafar hjá sjúklingum í hjartastoppi, þ.e. hjartahnoð, öndunaraðstoð og rafstuð. Þessar aðgerðir flokkast undir grunnendurlífgun en hún gegnir mikilvægu hlutverki í verkferli sem kallast lífkeðjan. Lífkeðjan miðar að því að auka lífslíkur þeirra sem orðið hafa fyrir hjartastoppi (mynd 1). Lífkeðjan Hinir einstöku hlekkir keðjunnar eru fjórir og sameinar hún grunnendurlífgun og sérhæfða endurlífgun og leggur um leið áherslu á innbyrðissamband þeirra og mikilvægi beggja aðferða með tilliti til árangurs af endurlífgunaraðgerðum. Fyrsti hlekkurinn í keðjunni gefur til kynna mikilvægi þess að átta sig á hverjir eiga á hættu á að fara í hjartastopp og kalla á hjálp í tíma í þeirri von að hægt sé að koma í veg fyrir hjartastopp. Hlekkirnir tveir í miðjunni sýna samband hjartahnoðs, öndunar og rafstuðs sem lykilþátta endurlífgunar. Lífslíkur þeirra sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúsa aukast tvöfalt til þrefalt ef hafin er endurlífgun strax. Ef vitni að hjartastoppi treystir sér ekki til að veita öndunaraðstoð er hjartahnoð eitt og sér betra en að gera alls ekkert. Ef veitt er góð endurlífgun og rafstuð innan 3­5 mínútna hjá einstaklingum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.