Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 23 við „veit ekki“. Af 63 þátttakendum vantaði svör hjá fjórtán hjúkrunarfræðingum varðandi spurningu númer 11 og nítján létu spurningu númer 11a) ósvarað, mjög líklega vegna þess að vitneskja um kólesterólgildi blóðs var ekki til staðar. Niðurstöður þessarar könnunar teljast vera þokkalegar til góðar og þeir sem hafa áhuga á að bæta heilsuvenjurnar geta séð á hvaða sviði þeir þurfa að taka sig á til heilsueflingar. Talið er að þeir sem eru undir 60 heilsustigum þurfi vel skilgreind markmið, ráðgjöf og hvatningu til að ná betri árangri fyrir vellíðan og framtíðarheilsu. Heilsustuðull yfir 70 er talinn nokkuð góður og fólk sem hefur áhuga á að bæta sig enn frekar getur náð því með að taka ábyrgð á eigin heilsu og velja heilsusamlegar lífsvenjur. Mælt er með því að bæta heilsulæsi almennings og hvetja fólk til að vera betur meðvitað um andlegar, líkamlegar og félagslegar heilsuvenjur. Hér ganga hjúkrunarfræðingar á undan með góðu fordæmi, þeir eru góðar fyrirmyndir og forgangsraða forvörnum. Sólfríður Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í fjölskylduhjúkrun og doktors­ gráðu í stjórnun lýðheilsu. Hún starfar við Rann sóknastofnun í hjúkrunarfræði og er ráðin tíma bundið til FÍH til að stuðla að heilsueflingu félagsmanna. 1. Stundar þú líkamsþjálfun? 2a. Borðar þú fisk? 2b. Borðar þú hnetur/möndlur? 3. Skammtar af grófu kornmeti 4a. Skammtar af ávöxtum 4b. Skammtar af grænmeti 5: Vatnsdrykkja 6. Þyngd: Líkamsþyngdarstuðull 7. Hamingjumat 8. Svefn í 7­8 tíma 9. Félagslegur stuðningur 10. Blóðþrýstingur 11a. Heildarkólesteról 11b. LDL – kólesteról 12. Forðast reykingar Mynd 1. Samanburður á mati hópsins miðað við heilsuvenjur og heilsumælingar. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 75 27 48 62 41 61 82 65 78 77 84 76 61 55 83 Árangur daglegar venjur eru með áhættugreiningu fyrir framtíðarheilsufar. Þessar spurningar og stigakerfi er byggt á niðurstöðum bandarískra langtímarannsókna. Heilsustuðull þessara hjúkrunarfræðinga var frá 25 til 92 stigum af 100 mögulegum og var meðaltalið 68 stig. Í flestum tilfellum voru aðeins einn til tveir hjúkrunarfræðingar með sama heilsustigafjölda, en mest voru fjórir einstaklingar með sama heilsustig (69, 70, 72). Þegar athugað er hvaða heilsuvenjur koma best út hjá þessum hjúkrunarfræðingum sést að félagslegur stuðningur er almennt mjög góður, það er flestir áttu maka eða sambýling, höfðu gott samband við fjölskyldu eða vini og tóku reglulega þátt í félagsstarfi. Í öðru sæti er að vera laus við reykingar og forðast óbeinar reykingar og í þriðja sæti er dugnaður við að drekka hæfilegt magn af vatni (5 glös eða fleiri á dag). Það sem kemur verst út er takmörkuð neysla á fiski, ávöxtum og hnetum. Spurning 11og 11a) var um LDL (vonda kólesterólið) og heildarkólesterólgildi í blóði. Ekki var gefinn kostur á að merkja um félags störf hjúkrunar fræðinga. Auk þess bregður hún upp áhuga verðum og persónulegum myndum af lífi hjúkrunar- fræðinga og hjúkrunarfræðinema fyrr á tímum. Nær 1600 manns hafa þegar skráð sig fyrir kaupum á bókinni og greiðsluseðlar hafa verið sendir þeim sem ekki hafa greitt bókina á annan hátt. Skráðir kaupendur eru hvattir til að ganga frá greiðslu og sækja bókina á skrifstofu félagsins eða óska eftir að fá hana. Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Yogabuxur, leggins, stuðningsbrjósta­ haldarar og ýmiss aðhaldsfatnaður Mikið að hald, góð önd un, stærðir X S­4XL

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.