Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 62
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201058 að byggja mætti kvarða til að meta hvern þátt. Þáttagreining var framkvæmd fyrir hverja spurningu fyrir sig (principal component, hornréttur snúningur) og miðað við þáttahleðslur 0,40 og hærri. Eigingildi hærri en 1,00 og skriðupróf gáfu til kynna þrjá undirliggjandi þætti. Þættirnir, sem voru kallaðir fjölmiðlar, sérfræðingar og internet, útskýrðu 67,7% af dreifingu spurningarinnar hversu oft rekist væri á upplýsingar, 67,3% spurningar um gagnsemi og 70,3% spurningar um áreiðanleika upplýsinga. Innri áreiðanleiki (Chronbacks­alpha) var á bilinu 0,82 til 0,92 fyrir kvarðana Rekist á upplýsingar, 0,83 til 0,91 fyrir Mat á gagnsemi upplýsinga og 0,85 til 0,92 fyrir Mat á áreiðanleika upplýsinga. (5) Heilsuhegðun. Spurt var fimm spurninga um neyslu ávaxta og grænmetis. Notaður var átta punkta kvarði (aldrei – 1 dag í viku – 2–4 daga í viku – 5–6 daga í viku – á hverjum degi, einu sinni á dag – á hverjum degi, tvisvar á dag – á hverjum degi, oftar en tvisvar á dag). Einnig var spurt hversu oft viðkomandi hreyfði sig þannig að hann mæddist, hjartsláttur ykist verulega eða hann svitnaði og beðið um að miðað væri við síðastliðna 3 mánuði. Fimm punkta kvarði var notaður (fimm sinnum í viku eða oftar – aldrei). Úrvinnsla Klasagreining (k­meðalgildisaðferð) var notuð til að draga þátttakendur í fjóra klasa út frá því hversu oft þeir leituðu upplýsinga af ásetningi. Einungis þátttakendur, sem svöruðu spurningum um allar heimildirnar sem spurt var um, voru teknir með (39%). Klasagreining var valin vegna þess að hún gaf tækifæri til að draga upp mynd sem er frábrugðin því sem fengist hefði við hefðbundnari aðferðir við greiningu þar sem bakgrunnsbreytur eru notaðar (Everitt, o.fl., 2000). Þegar k­meðalgildisaðferðin er notuð þarf að ákveða fjölda klasa fyrir fram. Byggt var á fræðilegum forsendum sem urðu til við fyrri rannsókn (Ágústa Pálsdóttir, 2005) þar sem klasagreining var framkvæmd í tveimur skrefum. Með Wards­aðferð var dregið upp klasatré til að fá hugmynd um fjölda klasa (Aldenderfer og Blashfield, 1984) og gáfu niðurstöðurnar til kynna að klasarnir væru á bilinu þrír til fjórir. Mælt er með að miða við hæsta mögulegan fjölda kasa (Everitt o.fl., 2000) og var þátttakendum skipt í fjóra klasa með k­meðalgildisaðferð (Ágústa Pálsdóttir, 2009, 2010). Athugað var hvort marktækur munur væri á því hversu oft meðlimir klasanna fjögurra leituðu upplýsinga af ásetningi með einþátta ANOVA og framkvæmd marktektarpróf (Tukey) fyrir hverja heimild og einnig fyrir upplýsingamiðlana fjóra. Reiknuð voru 95% öryggisbil í kringum meðaltöl upplýsingamiðlanna fyrir hvern klasa fyrir sig til að athuga hvort marktækur munur væri á meðaltölum milli ólíkra upplýsingamiðla innan hvers klasa. Ef öryggisbil upplýsingamiðlanna skarast ekki má segja með 95% öryggi að tölfræðilega marktækur munur sé á meðaltölunum innan hvers klasa. Skarist öryggisbilin er munurinn á meðaltölunum ekki tölfræðilega marktækur. Sambandið milli klasanna og breytanna að rekast á upplýsingar, gagnsemi upplýsinga og áreiðanleiki upplýsinga var greint með einþátta ANOVU eða veldisvísagreiningu, marktektarpróf (Tukey) framkvæmt og reiknuð 95% öryggisbil í kringum meðaltöl upplýsingamiðlanna hjá hverjum klasa fyrir sig. Loks var einþátta ANOVA notuð til að greina sambandið milli klasanna og breytanna sem mæla mataræði og breytunnar sem mælir hreyfingu og marktektarpróf (Tukey) framkvæmt. Tafla 2. Lýðfræðileg einkenni klasanna. Óvirkir % (fjöldi) Miðlungsóvirkir % (fjöldi) Miðlungsvirkir % (fjöldi) Virkir % (fjöldi) Kyn χ2(3)=23,78, p=0,001 Karlar 64,9 (96) 21,2 (11) 41,0 (43) 35,7 (30) Konur 35,1 (52) 78,8 (41) 59,0 (62) 64,3 (54) Alls 100 (148) 100 (52) 100 (105) 100 (84) Aldur χ2(12)=40,29, p=0,001 18­29 15,6 (23) 30,8 (16) 9,6 (10) 26,2 (22) 30­39 19,7 (29) 17,3 (9) 20,2 (21) 29,7 (25) 40­49 18,4 (27) 32,7 (17) 23,1 (24) 22,6 (19) 50­59 20,7 (31) 9,6 (5) 19,2 (20) 16,7 (14) 60­80 25,9 (38) 9,6 (5) 27,9 (30) 4,8 (4) Alls 100 (148) 100 (52) 100 (105) 100 (84) Menntun χ2(6)=18,40, p=0,010) Grunnskóli 28,4 (42) 17,4 (9) 29,8 (32) 19,1 (16) Framhaldsskóli 47,3 (70) 28,8 (15) 39,4 (41) 47,6 (40) Háskóli 24,3 (36) 53,8 (28) 30,8 (32) 33,3 (28) Alls 100 (148) 100 (52) 100 (105) 100 (84)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.