Þjóðmál - 01.03.2010, Page 8

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 8
6 Þjóðmál VOR 2010 í stórum stíl . Stuðningsmenn Sjálf stæðis- flokksins eru um 35% þjóðarinnar og ætti því Bóka félagið Ugla að vera á grænni grein ef raun veru leikinn væri eins og Egill Helgason heldur – að fólk kaupi bækur eftir því hvort útgefen d ur þeirra séu þeim pólitískt þóknanlegir! En hvers vegna að draga mig í dilk, einan út gefenda, eftir pólitískum skoðunum? Ég get nefnt nokkra útgefendur sem hafa mun af- dráttarlausari pólitískar skoðanir en ég og fara ekkert í launkofa með þær . Sumir þeirra gefa líka út pólitísk tímarit eins og ég . Af hverju dregur Egill Helgason þá ekki í dilka með sama hætti? Væntanlega er það vegna þess að ég er sjálfstæðismaður . Hinir eru nefnilega samfylkingarmenn eða vinstri grænir . Fróðlegt er að skoða hvaða umfjöllun bæk - urn ar á þessum tveimur jólagjafalistum hafa fengið í Kiljunni, bókaþætti Ríkis sjón varps- ins, sem Egill Helgason stýrir . Skemmst er frá því að segja að bækurnar á jóla gjafalista sjálfstæðismanna fengu enga um fjöllun . Alls enga . (Þó getur verið að minnst hafi verið á eina eða tvær þeirra í fram hjáhlaupi, 5–10 sekúndur, en það var ekkert fjallað um þær .) Bækurnar á jóla gjafa lista sam- fylk ing ar mannsins fengu hins vegar mjög ríkulega umfjöllun hjá Agli . (Þó getur verið að ekki hafi verið fjallað sér staklega um bók Hallgríms Helgasonar, enda eru barnabækur sjaldan til umræðu í þáttunum .) Allt er þetta auðvitað í samræmi við hefð- bundna túlkun starfsmanna Ríkis út varps ins á hlutleysisreglum stofn unarinnar . Ef allt væri með felldu hefði útgáfa hinnar risavöxnu Svartbókar kommúnismans á ís- lensku auðvitað verið efni í heilan Kilju þátt . Einnig hefði maður haldið að þátta stjórn- andi sem er jafn upptekinn af bankahrun inu og Egill Helgason, sbr . skrif hans á Eyjunni og val hans á umræðuefni og við mæl endum í sjónvarpsþættinum Silfri Egils, hefði tekið bækurnar Peningarnir sigra heiminn og Þeirra eigin orð til umfjöllunar í þáttum sínum . En því var ekki að heilsa . Var það út af því að þær bækur voru í huga Egils á „jóla gjafa lista sjálf stæðismannsins“? Engin efnisleg rök hníga að því að taka þessar tvær bækur ekki til ríkulegrar um- fjöllunar í sjónvarpsþáttum Egils . Í annarri bókinni skrifar heimsþekktur sagnfræð ing ur sögu fjármálalífsins í heiminum og reynir að skýra hvers vegna hrun af því tagi sem varð haustið 2008 eigi sér stað . Að flestra dómi er hér um að ræða afburðagott rit sem færustu menn víða um lönd hafa borið lof á, burtséð frá pólitískum skoðunum . Hin bókin, Þeirra eigin orð, geymir „fleyg orð auðmanna, stjórnmálamanna, álits gjafa og embættismanna í útrásinni“ . Kannski skýrist áhugaleysi Egils Helgasonar á þeirri bók af því að þar eru birt „neyðarleg um- mæli“ hans sjálfs um skuldakóngana!? Þess má geta að engin útgáfu bóka Bóka- félagsins Uglu fyrir jólin fékk umfjöll un í Kiljunni . Er Egill Helgason „spilltur“ þátta stjórn-andi? Ja, hann er spilltur upp á íslenska vísu, ef svo má segja . Svona svipað og flest- ir þeirra stjórnmálamanna og embættis- manna sem hann sjálfur sakar ótt og títt um spillingu . Þannig er nú „spillingin“ mikla á Íslandi í raun: Gam alkunn greiðasemi vina, kunningja og ættingja í litlu landi þar sem allir þekkja alla og tengjast jafnvel fjölskylduböndum . Það er fráleitt að halda því fram að Ís lend- ingar séu spilltari en aðrar þjóðir . Vissu lega grasseraði viss tegund spillingar í fjár mála- geiranum á „út rásar“-tímanum . Hún fólst aðallega í gegndar lausum út lán um bank anna til eigenda sinna, hæstsettu starfs manna og vildar vina og neyslufylleríi . Ís lenskir stjórn - mála- og embættismenn eru al mennt heið- ar legt fólk sem vinnur störf sín af alúð og sam viskusemi . Hins vegar gerir fá mennið og kunn ingja samfélagið okkur erfitt fyrir . Stofn an ir og embætti eru iðulega van mátt ug

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.