Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 9
Þjóðmál VOR 2010 7
til að fást við verkefni sín, menn hika við að
beita sína nánustu ströngustu reglum og oft
á tíðum er ekki völ á úrvalsfólki til starfa, þ .e .
við sitjum iðulega uppi með getulítið fólk í
æðstu stöð um (sbr . núverandi ríkisstjórn) .
Þá er stjórn kerfið ungt og ýmsar reglur ekki
rótfastar eins og í eldri samfélögum á Vestur -
lönd um . Þrátt fyrir þessa annmarka er raun -
veruleg spilling – mútur og stórfelld mis notk-
un á aðstöðu – hér mun minni en almennt
þekkist í öðrum vest rænum löndum .
Þótt trumbusláttur „búsáhalda bylt ingar-
inn ar“ glymji enn í höfðinu á vinsælum
blogg ur um er vonandi að með hækkandi sól
fari þeir að líta upp úr skítnum og skynja á
ný fegurð lífsins – og ekki síst allt það góða
og jákvæða sem einkennir ís lenskt samfélag
og við eigum að vera þakklát fyrir .
Snemma árs varð Matthías Johannessen átt ræður . Af því tilefni gaf Bókafélagið
Ugla út hans magnaða ljóðabálk, Hruna
dansinn . Bókinni fylgir geisla diskur með
flutningi Gunnars Eyjólfssonar á ljóðinu .
Um leið og Matthíasi er óskað til hamingju
með afmælið og sitt mikla ævistarf skulu
lesendur Þjóðmála hvattir til að kaupa sér
Hrunadansinn sem fæst í öllum betri bóka-
búðum og í vefverslun Bókafélagsins Uglu á
netinu (www .bokafelagidugla .is) .
Að svo mæltu óska ég lesend um gleði-legra páska – um leið og ég vek athygli
á þeirri gleðilegu staðreynd að með þessu
hefti byrjar sjötti árgangur Þjóðmála .
Gunnar Eyjólfsson og Matthías Johannessen
á haustdegi .
Ljósm
ynd: K
ristinn Ingvarsson .
„Hrunadansinn hans
Matthíasar er magnað verk,
ævisaga blaðamanns, sem hlífir
ekki sjálfum sér . Mér fannst
hann svo heiðarlegur í þessu,“
sagði Gunnar Eyjólfsson í
samtali við Morgunblaðið
þegar bókin með flutningi
Gunnars á ljóðabálknum
kom út . „Matthías er ekki
einhamur í Hrunadansinum,
vitjar sagnaarfsins, rýnir
í samtímann og spáir í
framtíðina,“ bætir Gunnar
við: „Ég hef kolfallið fyrir
snilld hans Matthíasar í
skáldskap . Og svo er gaman
þegar maður fær svona útgáfu
í hendurnar . Ég spilaði diskinn
fyrir mágkonu mína, sem er
blind, og hún sagði: „Svei
mér þá, ég hefði
aldrei trúað
því að svona
ljóð væri til .“
Ég er voðalega
feginn að vera
svona hrifnæmur,
að hrífast af
einhverju, þótt
maður sé að verða
84 ára .“