Þjóðmál - 01.03.2010, Side 20
18 Þjóðmál VOR 2010
22.–24. janúar 2007 tók Ólafur Ragnar
þátt í „Dehli Sustainable Develope ment
Summit“ og flutti þar ræðu . Í tilkynn-
ingu á forseti.is um Delí-leiðtogafundinn
sagði að „Dr . R . K . Pachauri, aðalfram -
kvæm da stjóri tækni- og vísindastofnun ar-
innar TERI á Indlandi, sem stýri jafnframt
vinnu IPCC (Intergovernmental Panel on
Climate Change)“, hafi stýrt fundinum .
Hinn 4. september 2007 flutti Ólafur
Ragnar ræðu á sérsökum hátíðarfundi á
alþjóðlegri ráðstefnu á Selfossi í tilefni af
100 ára afmæli Landgræðslu Íslands . Í til-
kynningu á forseti.is um ræðu Ólafs Ragn-
ars sagði að dr . Rajendra K . Pachauri, for-
maður IPPC, myndi einnig flytja ræðu
á ráðstefn unni 4 . september . Hann væri
einn helsti áhrifamaður á sviði rannsókna
á loftslagsbreyt ingum í heiminum og kæmi
sérstaklega til landsins af þessu tilefni . Tekið
var fram að skýrslur IPPC á undan förnum
mán uðum hefðu vakið heimsathygli og
á næstunni yrðu gefnar út nýjar skýrslur
um þetta efni . Þá sagði í tilkynn ingunni:
Kristján Guy Burgess forstöðumaður Al-
þjóða vers [þ .e . Global Center] verður sér -
stak ur fylgdarmaður dr . Pachauris og er hægt
að skipuleggja slík viðtöl í sam ráði við hann
í síma 699 0351 eða með tölvupósti: kgb@
global-center .org . Nán ari upplýsingar veita
Kristján Guy Burgess og skrifstofa forseta
Íslands í síma 540 4400 .
Hinn 13. október 2007 birtist tilkynning
frá forsetaskrifstofunni um, að Ólafur
Ragnar hefði sent dr . R . K . Pachauri heilla-
óskir í tilefni af því að IPCC hlaut friðar-
verðlaun Nóbels, en Pachauri hefði sem
formaður ráðsins stýrt samvinnu þúsunda
vísindamanna um allan heim . Í kveðjunni
hefði Ólafur Ragnar þakkað dr . Pachauri
vinarhug hans í garð Íslendinga, en hann
hefði á undanförnum misserum tvívegis
heimsótt landið sem gestur forseta .
Dagana 6.–7. febrúar 2008 tók Ólaf-ur Ragnar þátt í mörgum fundum og
við burðum í Nýju-Delí, höfuðborg Ind-
lands . Var hann meðal ræðumanna á setn-
ingarathöfn Delí-ráðstefnunnar um sjálf-
bæra þróun þar sem aðaláhersla var lögð á
baráttuna gegn loftslagsbreytingum .
Á heimasíðu forsetaembættisins, forseti.
is, sagði, að Delí-ráðstefnan [það er „Delhi
Sustainable Development Summit“, sem dr .
Pachauri stofnaði] væri þegar orðin mikil-
vægur alþjóðlegur vettvangur fyrir samráð
og stefnumótun á þessu sviði .
Þá var þess getið að Ólafur Ragnar
hefði verið viðstaddur undirritun sam-
komu lags milli Háskóla Íslands og TERI,
stofn un ar dr . Pachauris, um víðtæka sam-
vinnu í rannsóknum á sjálfbærri þróun
og fleiri sviðum og um gagnkvæm skipti
á nem endum og kennurum . Kristín Ing-
ólfs dóttir, háskólarektor, hefði undir rit-
að samkomulagið fyrir hönd Háskóla Ís-
lands en ásamt henni hefðu þær Guð rún
Pétursdóttir, forstöðumaður Stofn unar
Sæ mundar fróða um sjálfbæra þró un, og
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, stjórn ar -
formaður stofnunarinnar, ver ið viðstaddar
undirritunina, en þær sóttu Delí-ráðstefn-
una ásamt rektor .
Á forseti.is var einnig skýrt frá því, að
Ólaf ur Ragnar hefði setið fundi vísinda-
manna um bráðnun jökla af völdum hlýn-
unar jarðar, einkum um hina geigvænlegu
þróun sem blasti við í Himalaja-fjöllum .
Helgi Björnsson, prófessor við Háskóla
Íslands, hefði tekið þátt í þessum fundum
Ólafs Ragnars og flutt erindi um rannsóknir
íslenskra jöklafræðinga . Ólafur Ragnar hefði
í samræðum við indverska ráðamenn lagt
áherslu á hvernig íslenskar jöklarannsóknir
gætu gagnast við þróun víðtækra athugana
á bráðnun Himalayajökla en þeir væru
undirstaða vatnsbúskapar og gróðurfars
á meginlandi Indlands og hefðu áhrif á