Þjóðmál - 01.03.2010, Page 21

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 21
 Þjóðmál VOR 2010 19 fæðubúskap rúmlega 700 milljóna manna . Framlag íslenskra sérfræðinga gæti því skipt Indverja miklu . Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, var í för með Ólafi Ragnari og ritaði und ir samkomulag við TERI og dr . Pachauri um stuðning Glitnis og Geysis Green Energy við kynningarátak sem dr . Pachauri ætlaði að efna til um allan heim til að vekja athygli á niður- stöðum rannsókna á lofts lagsbreytingum og því hvernig aukin nýting hreinnar orku gæti gagnast í baráttunni við hlýnun jarðar . 11. febrúar 2008 sagði á forseti.is: Sonia Gandhi lýsti miklum áhuga á rannsóknum á eyðingu jökla í Himalayafjöllum en forseti kynnti henni tillögur sem íslenskir sérfræðingar hafa að undanförnu mótað að frumkvæði forseta . Tillögurnar fela í sér samvinnu íslenskra og indverskra jöklafræð- inga með þátttöku sérfræðinga frá öðrum löndum en rannsóknir á Himalayafjöllunum hafa verið vanræktar um árabil . Það er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að bráðnun Himalayajökla vegna loftslagsbreytinga getur leitt til mestu umhverfishörmunga 21 . aldar Í ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar eftir Guðjón Friðriksson, sem útrásarbankarnir kostuðu, er haft eftir Rajandra K . Pachauri að honum þyki mikið til Ólafs Ragnars koma „einkum vegna þess að hann er bæði þjóðhöfðingi og hugsjónamaður, ekki aðeins gagnvart Íslandi heldur öllu mannlegu samfélagi“! Pachauri þekkir greini lega ekki til fortíðar Ólafs Ragnars . Hann staðhæfir að Ólafur Ragnar búi yfir miklum „siðferðisstyrk“ og þess vegna hlusti fólk þegar hann tali! Í ævisögunni segir að Pachauri hafi „verið í miklu sambandi við Ólaf Ragnar og nokkrum sinnum komið til Íslands“ . Þessi mynd af þeim félögum er birt í ævisögunni og var tekin í Nýju-Delí í janúar 2007 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.