Þjóðmál - 01.03.2010, Page 23

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 23
 Þjóðmál VOR 2010 21 það sammerkt með lífsleiðtoga sínum, Ólafi Ragnari, að lítilsigldir menn kunna ekki alltaf að meta það brautryðjendastarf hann vinnur . Guðjón skrifar: „ . . . vart varð tortryggni gagnvart honum [þ .e . Kristjáni Guy Burgess] í stjórnkerfinu fyrst í stað“ . Um þetta nefnir Guðjón sláandi dæmi þar sem skilningsleysi íslenskra embættismannna á mikilvægi Kristjáns Guy Burgess og Alþjóðaversins hefur haft afdrifarík áhrif á velferð íbúa heillar heimsálfu og jafnvel dregið þúsundir þar til dauða: „Hann ætlaði til dæmis að fara til Genfar til að hitta forráðamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vegna vottunar lyfja í sambandi við alnæmisverkefn- ið í Afríku, en þá bárust skilaboð um að slíkt væri á verksviði ríkisstjórnarinnar . Þetta gerði það að verk- um að ekki voru mynduð persónuleg tengsl við þær stofnanir sem eiga að sjá um að votta lyfin og líklega hefur það tafið fyrir að svo gæti orðið .“ Guðjón Friðriksson slær botn í umfjöllun sína um Alþjóðaverið og Kristján Guy Burgess í ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar með þessum orðum: „Öðrum þræði er Alþjóðaverið eins konar leyni- vopn forseta Íslands . Vegna mannfæðarinnar á for- seta skrifstofunni hefur það getað sinnt ýmsum nauð synlegum verkefnum sem forsetinn hefur haft frum kvæði að eða gengist fyrir . Segja má að Ólafur Ragnar, Örnólfur Thorsson forsetaritari og Kristján Guy Burgess myndi þríeyki sem vinnur náið saman að mörgum málum .“ enda er fæðuöflun og vatnsbúskapur um 700 milljóna Indverja háður þessum jöklum . Á fundi forseta Íslands og Soniu Gandhi kom einnig fram ánægja með árangur Delí leiðtogafundarins sem er þegar orðinn áhrifaríkur vettvangur fyrir víðtækt samráð um sjálfbæra þróun og bætt lífsskilyrði þess meginhluta mannkyns sem býr á suðurhveli jarðar . Alþjóðlegt orðspor dr . Pachauri, stofnanda Delí fundanna, sem nýlega tók við friðarverðlaunum Nóbels, hefur og gefið þeim aukinn sess . Á lokadegi Delí ráðstefnunnar tók forseti einnig þátt í samráðsfundi um skipulag og áherslur Delí leiðtogafundanna á næstu árum . Lagði forseti til að t .d . 2010 yrði leið- togafundurinn helgaður efninu: Vatn - Höf - Jöklar . Áhrif á fæðuöryggi og hagkerfi heims- ins . Breytingar á vatnsbúskap jarðar innar, þróun heimshafa og bráðnun jökla eru meðal hættu legustu afleiðinga loftslagsbreyt inga og því mikilvægt að efla samræður sér fræð inga við áhrifafólk í alþjóðamálum og viðskiptum um þessa mestu ógn 21 . aldar . Einnig var á sam ráðsfundinum rætt um að helga e .t .v . Delí leiðtogafundinn árið 2009 umfjöllun um samningaferlið um nýjan loftslags samning sem kæmi í framhaldi af Kyoto samn ingnum . Mikilvægt væri að sérfræðingar, vísinda menn, fulltrúar almannasamtaka og annað áhugafólk gæti látið skoðanir sínar á þessum málum í ljós . Sá leiðtogafundur gæti borið heitið „Frá Balí til Kaupmannahafnar“ en úrslitalotan í samningum mun fara fram í Kaup manna- höfn á næsta ári . Hinn 1. september 2008 sagði frá því á forseti.is ., að Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið í Bangladess og flutt lokaræðuna á alþjóðlegu þingi um loftslags- breytingar . Hann hefði meðal annars kynnt hugmyndir sínar um stofnun sérstaks Himalaja-ráðs . Þær hefðu vakið mikla athygli í helstu blöðum og fjölmiðlum landsins . Kjarninn í ræðunni hefði verið að lýsa hvernig bráðnun jökla á norðurslóðum ógnaði nú öryggi og lífsháttum íbúa í Asíu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.