Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 24
22 Þjóðmál VOR 2010
en um tveir milljarðar manna byggju við
eða nærri ströndum álfunnar . Ólafur
Ragnar hefði rakið fjölmörg vandamál sem
fylgja mundu loftslags breytingum og gætu
jafnvel leitt til átaka eða styrjalda milli
ríkja . Mætti þar nefna skort á neysluvatni,
eyðingu landsvæða og fjölgun flóttamanna .
Hætta væri á því að eyríki hyrfu með öllu .
Bráðnun jökla í Himalaja-fjöllunum væri
mun örari en áður hefði verið talið og hvatti
forseti til að ríkin í og við Himalaja-fjöllin
fylgdu fordæmi ríkjanna á norðurslóðum
og mynduðu sérstakt samvinnuráð í stíl við
Norðurskautsráðið . Nýtt Himalaja-ráð gæti
orðið áhrifaríkur samstarfsvettvangur .
Alþjóðlegu ráðstefnuna um loftslags-
breyt ingar og fæðuöryggi sem forseti
ávarp aði í Dakka hefði fjöldi áhrifamanna,
vís inda manna og sérfræðinga frá 17 lönd-
um sótt, m .a . Kína, Indlandi, Pakistan
og fleiri löndum í Asíu . Einnig hefðu þar
verið stjórnendur alþjóðastofnana á veg-
um Sameinuðu þjóðanna sem skipu lögðu
ráðstefnuna í samvinnu við heima menn
og Ohio ríkisháskólann í Banda ríkj unum .
Á ráðstefnunni hefðu Sveinn Run ólfs son,
land græðslustjóri, og Dag finn ur Svein-
björns son, sérfræðingur í þróunar málum,
flutt erindi .
Í tengslum við ráðstefnuna hefði Ólafur
Ragnar átt viðræður við dr . Rattan Lal,
prófessor við Ohio-ríkisháskólann, sem væri
einn helsti sérfræðingur heims í landgræðslu
og jarðvegsfræðum . Rætt hefði verið um
ýmsar leiðir til að auka samvinnu við íslenska
vísindamenn og rannsóknarstofnanir, en
dr . Lal hefði verið eindreginn hvatamaður
þess að rannsóknir á vegum Landgræðslu
ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og
Háskóla Íslands nýttust á alþjóðavettvangi
í baráttunni gegn landeyðingu .
10. desember 2009 flutti Ólafur Ragnar
ræðu í Wooster í Ohio, þegar hann var
sæmdur doktorsnafnbót frá Ohio-ríkis há-
skólanum . Í ræðu sinni bar hann mikið lof á
dr . Rattan Lal og sagði bók eftir hann skipa
heiðursess í bókhlöðu sinni á Bessastöðum .
Ólafur Ragnar vék einnig að áhyggjum
sínum vegna jöklabráðnunar í Himalaja og
sagði eftir því sem fram kom á forseti.is:
„Sterkar vísbendingar eru um, að
Himalaja-jöklarnir, sem skipta þúsundum,
kunni að hverfa innan næstu 30 til 40 ára
vegna þess hve hraðar loftslagsbreytingarnar
eru . Afleiðingarnar kynnu að verða skjótar
og hroðalegar fyrir Kína og Indland, verri
en nokkur lönd hefðu kynnst . Leiðtogar
landanna kynnu réttilega að segja mjög
óréttlátt, að meira en tveir milljarðar
manna í þessum löndum yrðu svo illilega
fyrir barðinu að loftslagsbreytingum, sem
einkum megi rekja til efnahagsumsvifa í
Evrópu og Ameríku .“
Dagana 12.–18. janúar 2010 var Ólafur Ragnar í opinberri heimsókn
á Indlandi . Hinn 14 . janúar tók hann í Delí
við Nehru-verðlaununum, sem veitt eru
fyrir al þjóð legt framlag til friðar og afvopn-
unar . Þau eru kennd við fyrsta forsætisráð-
herra Indlands, Jawaharlal Nehru .
Þegar Ólafur Ragnar þakkaði verðlaunin
gerði hann að sögn forseta.is grein fyrir,
hvernig Íslendingar hefðu í krafti vísinda
og rannsókna glímt við eldfjöll, jarðhita,
jökla og auðnir, sem settu sterkan svip á
íslenska náttúru . Í krafti þeirrar þekkingar,
sem þannig hefði þróast, gæti Ísland nú fært
Indverjum mikilvæga reynslu og tækni . Þá
rakti hann, hvernig íslenskir jökla fræðingar
og jarðvegsvísindamenn gætu orðið öflugir
þátttakendur í að auka þekk ingu Indverja
og annarra þjóða í Asíu á því, sem væri
að gerast á Himalaja-svæðinu . Norður-
heim skautsráðið, sem stofnað hefði verið
þegar kalda stríðinu lauk, væri fróðlegt
fordæmi um samvinnu ríkja og lýsti
hann hugmyndum sínum um hliðstætt