Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 25
Þjóðmál VOR 2010 23
Himalaja-ráð sem gæti orðið vettvangur
fyrir samvinnu á sviði rannsókna og vísinda
og hjálpað íbúum Himalaja-svæðisins að
glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga .
Ólafur Ragnar tilkynnti, að hann hefði
ákveðið að verja Nehru-verðlaunafénu, sem
nemur um 13,5 milljónum íslenskra króna,
til að styrkja samstarf íslenskra og indverskra
jöklafræðinga og jarðvegsvísindamanna og
gefa indverskum háskólastúdentum kost á
að öðlast þekkingu og þjálfun á Íslandi .
Að lokinni hátíðarathöfn vegna verð-
launanna hitti Ólafur Ragnar Soniu Gandhi,
leiðtoga Kongressflokksins, þar sem rætt
var um hugmyndir Ólafs Ragnars varðandi
vísindasamstarf á Himalaja-svæðinu og
tillögu hans að Himalaja-ráði . Einnig var
fjallað um margháttaða samvinnu hans
við Gandhi-fjölskylduna og aðra indverska
forystumenn á undanförnum áratugum .
Þá ræddi Ólafur Ragnar einnig við Man-
mohan Singh, forsætisráðherra Ind lands,
um framlag íslenskra jöklafræðinga og jarð-
vís indamanna til rannsókna á Himalaja-
svæðinu og mikilvægi slíkra rannsókna fyrir
athuganir á loftslagsbreytingum, vatns-
búskap og fæðuöflun Indverja, Kínverja og
fleiri þjóða á vatnasvæði Himalaja-fjalla .
Segir á forseti.is, að forsætisráðherra Ind -
lands hafi fagnað þátttöku íslenskra vís-
inda manna í að auka skilning Indverja á
því, sem væri að gerast á Himalaja-svæðinu,
og þeim áhrifum, sem þær breytingar gætu
haft á lífsskilyrði um milljarðs manna .
Hinn 15. janúar 2010 segir á forseti.is:
Í dag voru haldin tvö málþing í Delí . Fjallaði
annað um samvinnu Indlands og Íslands á
sviði orkumála, jarðvarma og vatnsorku, og
sótti það fjöldi áhrifamanna og sérfræðinga á
þessu sviði . Þar lagði R .K . Pachauri, forstjóri
TERI stofnunarinnar og formaður lofts lags-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, til að stofnað
yrði samstarfsráð Indlands og Íslands í
orkumálum með þátttöku sérfræðinga, tækni-
fólks, fyrirtækja og fulltrúa stjórnvalda . Mark-
mið þess væri að greiða fyrir þátttöku Íslend-
inga í nauðsynlegri orkubyltingu á Indlandi .
Meðal ræðumanna á málþinginu voru
auk dr . Pachauri og forseta Íslands Farook
Abdullah, ráðherra nýrrar og endurnýjanlegrar
orku, Preneet Kaur, ráðherra í indverska utan-
ríkis ráðuneytinu, Guðni A . Jóhannesson
orku málastjóri, Gunnar Ingi Gunnarsson,
fram kvæmdastjóri Verkís, Bjarni Bjarnason,
for stjóri Landvirkjun Power, Hákon Skúlason
frá Kaldara og Grímur Björnsson frá Reykja-
vík Geothermal .
Síðara málþingið fjallaði um sameiginleg
rannsóknarverkefni Indverja og íslenskra
vís indamanna á Himalajasvæðinu: jökla,
vatns búskap og jarðvegsþróun . Auk forseta
Íslands tóku þar til máls dr . Guðrún Gísla-
dóttir prófessor við Háskóla Íslands, Rattan
Lal prófessor við Ríkisháskólann í Ohio, einn
fremsti sérfræðingur heims í jarð vegs fræð-
um, dr . Syed Hasnain sérfræð ingur í jökla-
rannsóknum við TERI stofnun ina, auk þess
sem Dagfinnur Sveinbjörns son flutti erindi
dr . Helga Björnssonar prófess ors við Háskóla
Íslands . Málþingið var haldið í höfu ðstöðv um
rannsóknarstofnunar innar TERI og undir
stjórn dr . Pachauri .
Áheimleið frá Indlandi hafði Ólafur Ragnar viðdvöl í Abu Dhabi og flutti
21. janúar 2010 lokaræðu á Heims þingi
hreinnar orku (World Future Energy
Summit) . Ólafur Ragnar tók einnig þátt í
hátíð legri verðlaunaathöfn, þar sem Zayed
orkuverðlaunin (Zayed Future Energy Prize)
voru afhent . Á forseti.is segir, að verðlaunin
séu meðal hinna veglegustu í heimi, kennd
við fyrrverandi leiðtoga Abu Dhabi og nemi
1,5 milljónum Bandaríkjadala . Ólafur
Ragnar eigi sæti í dómnefnd verðlaunanna
en formaður hennar sé dr . R .K . Pachauri,
Nóbels verðlaunahafi og formaður lofts lags-
nefndar Sameinuðu þjóðanna . Verðlaunin
hafi nú verið veitt í annað sinn og fallið í
hlut Toyota-fyrirtækisins fyrir framlag þess
til umhverfisvænnar umferðar með fram-
leiðslu Prius-bifreiðarinnar .