Þjóðmál - 01.03.2010, Side 30

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 30
28 Þjóðmál VOR 2010 spurn þeirra eftir vörum og þjónustu, eink- um fjárfestingavöru og varanlegum neyslu- vörum, minnka . Með hliðsjón af hinu mikla umfangi núverandi misvægis milli eigna og skulda mun þessi samdráttur í eftir spurn verða mikill og hann gæti orðið lang vinnur, þ .e . staðið í nokkur ár . Svipuðu máli gegnir um hinar erlendu skuldir . Vextir og afborganir af þeim gætu á næstu allmörgum árum numið 50 til 100 milljörðum kr . árlega . Þessi upp hæð er af stærðargráð unni 3–6% af vergri landsfram- leiðslu og 8–16% af útflutn ingstekjum . Þetta fé verð ur að sjálfsögðu ekki notað í annað og hlýtur því að jafngilda samsvarandi minnkun í heildareftirspurn innanlands . Í sland er nú statt í úlfakreppu efnahags-sam dráttar, minnkandi eftirspurnar og slig andi skuldabyrði . Eina sjáanlega leiðin út úr þessari úlfakreppu er hagvöxtur . Koma þarf hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik og skapa þar með forsendur fyrir því að greiða niður skuldir og bæta afkomu þjóðarinnar í framtíðinni . Um þetta virðast allir sammála þ . á m . ríkisstjórnin, ekki síst forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann í endurteknum yfirlýsingum, aðilar vinnu- mark aðarins, að ógleymdum Alþjóða gjald- eyrissjóðnum og Seðlabanka Íslands . Hinar hlutlægu forsendur fyrir hagvexti eru allar til staðar . Fjármunir, mannauður og náttúrugæði hafa ekki rýrnað að marki . Þessar auðlindir eru einfaldlega verr nýttar nú en áður . Fjöldi fólks, allt að 10% mann- aflans samkvæmt opinberum tölum, leitar nú að vinnu en fær ekki . Margir þeir sem þó halda vinnunni sinni fá nú ekki jafn- mikinn vinnutíma og þeir kjósa og höfðu áður . Tæplega er ofætlað að vinnuminnkun þeirra nemi a .m .k . 10% miðað við það sem áður var . Því er ekki ólíklegt að í heild hafi vinnuframlag hér á landi minnkað um allt að 20% frá upphafi kreppunnar . Þetta merkir að með betri nýtingu framleiðslu- þátt anna, einkum vinnuaflsins væri hægt að Mynd 1 . Minnkun vergrar landsframleiðslu á helstu samdráttarskeiðum íslensks efnahagslífs frá 1944 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.