Þjóðmál - 01.03.2010, Page 45

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 45
 Þjóðmál VOR 2010 43 en í þeim efnum ríkir enn mikil óvissa“ . Auðvitað þarf ég ekki að segja ykkur hvaða fyrirsögn var slegið upp í fréttamiðlunum . En hvaða hald skyldi hafa reynst í þessari spá Seðlabankans? Nú hafa nær allar tölur um vöru- og þjónustujöfnuð fyrir 2009 skilað sér . Niðurstaðan er eins og við mátti búast: Bankinn ofmat jöfnuðinn fyrir fyrsta spáárið um 40 milljarða kr .1 Þó voru liðnir 6 mánuðir af árinu þegar skýrslan kom út . 18 . desember 2009 var birt minnisblað frá Seðlabankanum um skuldastöðu hins opinbera og þjóðarbúsins í heild . Þar segir: „Leggja verður áherslu á að mat á skuld- um hins opinbera og þjóðarbúsins í heild er háð mikilli óvissu og er í sífelldri endur- skoðun . Áætlanir sem hér eru lagðar fram eiga því að líkindum eftir að taka um- talsverðum breytingum þegar fram líða stundir“. Þetta er sanngjarnt og rétt mat á stöðunni . Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt síðustu opinberu tölum bank ans eru erlendar skuldir2 3 .608 milljarðar í lok þriðja ársfjórðungs 2009 . Þá kemur fram að í árslok 2010 muni skuldirnar nema 1 Í janúar 2010 voru birtar leiðréttar tölur um vöruskipti fyrir fyrsta ársfjórðung 2009 . Það hefur ekki áhrif á niðurstöðu mína því að skýrsla Seðlabankans kom út í júlí 2009 . Ef Seðlabankinn hefði haft „réttari“ tölur við sinn útreikning hefði hann átt að sýna hærri jöfnuð . Þessi leiðrétting Hagstofunnar, sem er um 15–20 milljarðar, tengist viðbót vegna verslunar með skip og flugvélar . 2 Skuldir eru án skulda banka í slitameðferð . 5 .150 milljörðum eða hækka um 42% . Það er nú það . Ýmsar ástæður eru fyrir þessar miklu hækkun skulda, skuldabréf sem nýi Landsbankinn gaf út var hærra, mistök áttu sér stað, Icesave-skuldin hækkar o .þ .h . Tvær spurningar sitja eftir . Sú fyrri er hvort eitthvað sé að marka nýjustu tölur Seðla- bankans um skuldastöðu hins opinbera og þjóðarbúsins í heild . Seinni spurningin er: Af hverju gengur bankinn út frá því að Icesave-skuld hvíli á íslenska ríkinu í árslok 2010? Þegar þetta minnisblað bankans var skrifað hafði Alþingi ekki samþykkt þessa hryllilega vitlausu ábyrgð . Hvað segir lögfræðisvið bankans um þetta? Væri ekki réttast að hafa þessa skuldbindingu íslenska tryggingasjóðsins með í skuldum banka í slitameðferð (sem eru ekki með í þessum tölum)? Eðalfroða AGS R étt eins og Seðlabankinn spáði Al-þjóða gjaldeyrissjóðurinn líka um vöru- og þjónustujöfnuð . Hann spáði 125 milljörðum þegar níu mánuðir voru liðnir af árinu . Eins og mynd 3 sýnir þá ofmátu þeir vörujöfnuð um 40 milljarða eða 55% og vanmátu þjónustujöfnuð um 27 milljarða eða 68% . Þetta er ömurleg frammi staða hjá Mynd 2 Hvaða fáviti trúir því að Seðla- banki Íslands geti með ná kvæmni spáð fyrir um vöru- og þjónustu- jöfnuð Íslands? Jöfnuður 2009 var 40 milljörðum lægri en spá sérfræðinganna þrátt fyrir að spáin hafi birst í júlí sama ár .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.