Þjóðmál - 01.03.2010, Page 60

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 60
58 Þjóðmál VOR 2010 Ásíðasta ári kom út hjá JPV útgáfu löng og ítarleg ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson . Í þessari bók segir margt af valdatafli höfðingja á 13 . öld . Það var harka í pólitíkinni á þessum tíma og þátttaka Snorra í stjórnmálum kostaði hann á endanum lífið sem kunnugt er . Óskar notar að sjálfsögðu Sturlungu sem aðalheimild . Frásögn hans vekur líka svip- aðar spurningar og Sturlunga en svarar þeim ekki, enda leyfir Óskar sér ekki miklar vangaveltur eða getgátur – heldur sig að mestu við það sem vitað er með þokka- legri vissu . Ein þessara spurninga, sem mér þykir spennandi að velta fyrir mér, er hvort stjórnmál 13 . aldar hafi aðeins snúist um auð og völd höfðingja og ætta eða hvort jafnframt hafi verið tekist á um stjórnmálastefnur og hugsjónir . Á síðustu öld fór mikið fyrir hug mynda - fræðilegum ágreiningi þar sem lýð ræðis- sinnar deildu við kommúnista og fas ista, frjálshyggjumenn við jafnaðarmenn og und ir aldarlok bar meira og meira á ágrein- ingi græningja við fylgismenn hag vaxtar, tækni og iðnaðar . Skyldu einhver hlið stæð átök milli ólíkra hugmynda hafa verið þátt- ur í valdsorðaskaki Snorra og samtíma- manna hans? Um þetta er ef til vill lítið hægt að full- yrða með vissu . Einstakir staðir í Íslend- inga sög um, Biskupasögum, Heimskringlu, Sturl ungu og fleiri miðaldaritum benda þó til að tvenns konar mjög ólíkar skoðanir um farsæla skipan samfélagsins hafi verið á kreiki hér á landi . Annars vegar má finna hugmyndir sem kenndar eru við sverðin tvö og haldið var fram af talsmönnum kirkjuvalds og virðast líka hafa átt fylgi við hirð Hákonar gamla (1217–1263) . Hins vegar má finna stjórnmálahugmyndir í dúr við íslenska goðaveldið . Ég kýs að kenna þær við höfðingjastjórn . Kenningin um sverðin tvö er stundum eignuð Gelasiusi, sem var páfi í lok 5 . aldar, og kölluð gelasianismi . Hún gerði ráð fyrir að í þessum heimi væri tvenns konar vald, andlegt og veraldlegt og hvort um Atli Harðarson Snorri Sturluson og stjórnmálastefnur 13 . aldar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.