Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 75
Þjóðmál VOR 2010 73
tap varð af rekstri félagsins á fyrstu fjórum
mánuðum ársins 1985 .5
Varla þarf ég að fara mörgum orðum um
þau vinnubrögð Lárusar að klippa setningar
úr samhengi til þess að fegra eigin málstað .
Meginþunginn í málflutningi Lárusar snýst um það að bækurnar tvær séu
„fyrst og fremst“ skrifaðar með það í huga
að færa lesendum heim sanninn um það að
Hafskip hafi ekki verið gjaldþrota í raun
í desember 1985, og þá jafnframt í fram-
hjá hlaupi að kenna bankastjórum Útvegs-
bankans um það að svo fór . Til þess að
landa þessari fyrirframgefnu niðurstöðu sé
þagað um mikilvæg atriði . Nefnir Lárus til
sögunnar fjögur atriði sem hann segir að
engin umfjöllun sé um, en að í bókunum
tveimur séu einungis nefndar til sögunnar
„vangaveltur margra“ sem sé ætlað að festa
í sessi þá þjóðsögu að Hafskip hafi verið
knúið í þrot . Virðist sem Lárus trúi því að
helsta takmark mitt með bók minni hafi
verið að hleypa af stað nýjum nornaveiðum
í Hafskipsmálinu, sem nú myndu beinast
gagnvart bankastjórum Útvegsbankans .
Í fyrsta lagi vil ég hryggja Lárus með
því að ég hafði það ekki „fyrst og fremst“
í huga að sanna það að Hafskip hefði ekki
verið gjaldþrota í raun, þó svo að ég fjalli á
nokkrum blaðsíðum um þær umræður sem
farið hafa fram um það atriði . Í öðru lagi
hafna ég því algjörlega að ég standi í þeim
ljóta leik að ljúga vísvitandi með þögninni .
Um hin fjögur atriði sem Lárus nefnir til
sögunnar er svo farið að þrjú af þeim eiga að
mínu mati ansi illa heima í bók sem er ætlað
að vera aðgengilegt yfirlitsrit um framvindu
málsins, með áherslu á opinbera umræðu í
samfélaginu . Hins vegar get ég alveg við ur-
kennt í eftiráspeki að ég hefði getað dregið
5 Stefán Gunnar Sveinsson, Afdrif Hafskips í boði hins
opinbera, bls . 30 . Hér eftir vísað til sem Afdrif Hafskips.
saman betur á einn stað umfjöllun um
ársskýrslur og milliuppgjör Helga Magn ús-
sonar á stöðu Hafskips . Því fer hins vegar
fjarri að ég reyni að leyna þeim, eða þau
séu einhver „tabú“ í frásögn minni, líkt og
dæmið að ofan, sem Lárus kaus að birta
ekki, sýnir . Ég fjalla um tap Hafskips á árinu
1984, ég fjalla um ársreikning Hafskips
sem birtist í júní 1985, og ég nefni það að
mikill taprekstur hafi verið á félaginu áfram
á árinu 1985 . Máli mínu til stuðnings nefni
ég það að Páll Baldvin Baldvinsson lét þess
reyndar getið, þegar fjallað var um bókina
mína í þættinum Kiljan, að ég færi ekkert
í launkofa með það að staða Hafskips hefði
verið verulega þröng á þessum tíma .6
Í þriðja lagi lætur Lárus undir höfuð
leggjast að nefna það að í hinum mörgu
„vanga veltum“, sem hann kallar svo, reyndi
ég að gera á hlutlægan hátt ítarlega grein
fyrir skoðunum á báða kanta, bæði þeirra
sem voru með og á móti þeirri söguskoðun
að Hafskip hafi ekki verið gjaldþrota í raun .
Geri ég raunar frásögn Lárusar sjálfs þar
hátt undir höfði, enda taldi ég hann hvað
málefnalegastan af þeim sem gagnrýndu þá
skoðun .7
Lárus gagnrýnir einnig umfjöllun bók-anna tveggja um Íslenska skipafélagið
hf . Má helst skilja grein hans á þá leið að ég
hafi byggt alla frásögn mína af því fyrirtæki á
einu viðtali við Svein R . Eyjólfsson í Frjálsri
verslun . Það er ekki rétt . Hér er byggt á
frásögnum nokkurra aðila, ásamt opnu bréfi
Ragnars Kjartanssonar til hluthafa Haf skips
þar sem hann lýsir því sem verið er að gera
til þess að reyna að bjarga því sem bjargað
varð . Meðal þessa er að Íslenska skipafélagið
safni hlutafé til þess að taka við þeim hluta
Hafskips sem sá um Íslandssiglingar, í
samráði við Útvegsbankann, til þess að
6 Kiljan, 24 . september 2008 .
7 Sjá Afdrif Hafskips, bls . 57-58 .