Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 82
80 Þjóðmál VOR 2010
ans rás . Þar sem vitleys urn ar úr þessari bók
hafa nú ratað í virðu lega ævisögu er rétt að
nota tækifærið hér í Þjóð mál um og rifja upp
þessi skrif mín, en grein ar í Þjóðmálum eru
efnisteknar í Gegni og koma því fram þegar
heimilda er leitað í leitar vél Gegnis . Vonandi
verður það til þess að minnka líkurnar á því
að fleiri láti glepjast af rugl inu í bók Arnar
Helgasonar, Kóng við viljum hafa!
Íbókinni er því haldið fram fullum fetum að þrír nafnkunnir Íslendingar – Jón Leifs
tónskáld, Guðmund ur Kamban rithöfund-
ur og Kristján Al berts son rithöfundur –
hafi árið 1938 gengið á fund þýsks prins
og boðið honum að verða kóngur á Íslandi,
ekkert minna! Höfundur bókarinnar er sál -
fræð ingur, búsettur í Noregi að því er segir
á bókarkápu og „áhugamaður um sagn -
fræði“ . Ekki skulu bornar brigður á áhug-
ann og sé þá þessi bók rituð af miklum
áhuga en þekkingin ekki risið undir áhug-
anum . Bókin er, sannast sagna, hvorki fugl
né fiskur, mestan part fáránlegar bolla legg-
ingar byggðar á flugu sem sat fast í höfðinu
á hinum þýska prinsi sem augsýnilega var
ekki með öllum mjalla .
Svo vill til að ég var handgenginn Krist-
jáni Albertssyni á efri árum hans og skrifaði
meðal annars litla samtalsbók um ævi hans .
Í samtölum okkar barst umræddur þýskur
prins í tal en Þór Whitehead hafði vikið að
honum í einni af sínum gagnmerku bókum
um Ísland í síðari heimsstyrjöld . Fyrir yngri
kyn slóð er rétt að taka fram að Kristján Al-
bertsson var einn kunnasti maður sinnar tíð-
ar, einn fremsti pólitíski blaðamaður lands-
ins og menningarfrömuður í sex áratugi,
leikrita-, skáldsagna-, ævisögu- og ritgerða-
höfundur, sendiráðunautur í París, fulltrúi
Ís lands á þingum Sameinuðu þjóð anna,
heims borgari par excellence og þjóð frægur
af frásagnarsnilld sinni . Grein mína skrifaði
ég til varnar Kristjáni . Ég spurði: Hvernig
getur nokkrum heilvita manni dott ið í hug
að jafngáfaðum og þjóðhollum manni og
Kristjáni Albertssyni, sem gerþekkti ís lenskt
stjórnmálalíf, hafi komið til hugar að gera
þýskan prins að konungi á Íslandi?
Kristján Albertsson heyrði fyrst um þennan þýska prins frá vini sínum Jóni
Leifs, trúlega 1938, ef ekki síðar . Kristján var
þá lektor í íslensku við há skólann í Berlín . Jón
Leifs var sem kunnugt er stór merkur maður
en átti til að fá óraunhæfar hugmyndir, auk
þess sem skapgerðargallar gerðu honum erfitt
um vik . Flestar hnigu hugmyndir Jóns að því
að auðga menningar líf Íslands á einhvern
hátt og voru þær jafnan stórar í sniðum . Ein-
hvern tíma á fjórða áratug 20 . aldar hefur
Jón fengið þá hugmynd að þegar við skiljum
við Dani 1943 sé okkur best borgið með því
að fá þýskan fursta til að verða konungur á
Íslandi, helst mann af ríkri ætt sem gæti þá
gert eitthvað fyrir Ísland í menningarlegu
tilliti, en Jóni var auðvitað kunnugt um
hvað hinir mörgu þýsku smáfurstar höfðu
gert mikið fyrir listir og vísindi, ekki síst
tónlistarlíf . Jón þekkti þýskan embættis-
mann, Ernst Zückner að nafni, sem starfaði
í áróðursmálaráðuneyti Goebbels og hafði
Norð ur lönd á sinni könnu, og biður hann
að benda sér á vænlegan prins . Zückner
vísar honum á prins Friedrich Christian zu
Schaumburg-Lippe, sem vann í áróðurs-
mála ráðu neytinu og var í vinfengi við sjálf-
an Goebbels .
Kristján taldi ekki líklegt að Zückner
hefði tekið þessari málaleitan Jóns alvar-
lega, sem sést af því að hann vísar honum
á prins inn, samstarfsmann sinn, sem hann
vissi hinn mesta einfeldning . Jón Leifs
stofnar síðan til kynna við þennan prins og
virðist telja honum trú um að hann ætli sér
að vinna að því að prinsinn verði konungur
á Íslandi! Kristján kvaðst ekki hafa orðið
var við að Jón hefði haft samráð við aðra