Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 83
 Þjóðmál VOR 2010 81 Íslend inga um þessa hugmynd sína, enda svo sem ekki líklegt að honum myndi takast að telja málsmetandi menn á að það væri Íslandi fyrir bestu að hefja þýskan fursta til konungdóms í landinu . Jón hafi sýnilega viljað vera einn um að koma þessu af stað og t .d . ekkert samráð haft við sig, aðeins sagt sér frá þessu uppátæki eftirá, og sjálfur hafi hann þá náttúrlega átalið vin sinn fyrir að vera með svona fálm út í loftið . Kristján heyrir svo ekki meira um prins-inn fyrr en fáum árum eftir að heims- styrjöldinni lauk . Jón sagði þá Kristjáni að þessi þýski prins væri kominn í samband við sig á ný og vildi nú óður og uppvægur koma til Íslands og gera alvöru úr kon ungs- hugmyndinni og flaggaði meðal annars því að Danakonungur hefði verið guðfaðir sinn . Kristján bað Jón í öllum bænum að hafa manninn ofanaf þessum fyrirætlunum, hann yrði bara gerður hlægilegur og Jón sjálf ur líka, ef hann sýndi sig á Íslandi sem „kon ungsefni“ Jóns . Kristjáni var ekki kunn ugt um hvers vegna prinsinn kom ekki til Íslands í þetta sinn . En Jón hafði komið þessari flugu svo rækilega í höfuðið á prinsinum að þar sat hún til æviloka . Rúmum tveim áratugum síðar – þegar Jón Leifs var allur – gerir þýski sendiherrann í Reykjavík boð fyrir Kristján og kveðst hafa fengið bréf frá þýskum prins sem boði komu sína til Íslands og geri ráð fyrir að það verði metið eitthvað við sig að það hafi einu sinni staðið til að hann yrði konungur á Íslandi, t .d . með opinberri móttöku og blaðaviðtölum . Kristján sagði sendiherranum sem var, að þetta væri della sem aldrei hefði átt sér neinn raunhæfan stað, það hefði einn einasti maður einhvern tíma talað um þetta við prinsinn en enginn annar nokkru sinni, svo hann vissi til . Þýski sendiherrann sagði ennfremur að prinsinn hefði látið í ljós ósk um að hitta Kristján Albertsson í þungum þönkum við ritvélina .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.