Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 93

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 93
 Þjóðmál VOR 2010 91 Ólöf Nordal, kona Sigurðar, Þórunn Ástríður Brynjólfsdóttir, kona Jóns Helga- sonar, og Auður, kona Halldórs, koma allar verulega við sögu . Hið sama er að segja um Björgu Ellingsen, konu Ragnars, þótt hún hafi ekki verið með honum í hinni sögu- legu ferð . Þær konur, sem hér hafa verið nefnd ar, koma vel frá sögunni . Ekki verður hið sama sagt um Ernu, eiginkonu Jóns Stefáns son ar, sem spurði Ragnar ekki um annað en um peninga, þegar hann sótti þau hjón heim í Kaupmannahöfn . Um hana er sagt (bls . 61): Ragnari hefur aldrei þótt mikið til Ernu Grünth koma en frá því að þau Jón gengu í það heilaga fyrir tæpum fjórum árum – skömmu eftir 71 árs afmæli brúðgumans – hefur hún verið hálfgerð pest, holdgervingur alls þess versta sem Ragnar hefur mátt kljást við í hlutverki sínu sem bakhjarl íslenskra listamanna og menningarlífs . „Hún var alveg að gera út af við mig, síhringjandi, sníkjandi, blaðrandi og flaðrandi . Það er ljóta flagðið,“ sagði Ragnar í lok fyrsta árs þeirra Jóns og Ernu í hjónabandi . Eins og sjá má af þessum texta er Jón Karl hispurslaus í frásögn sinni, enda drægi hann ekki trúverðuga mynd af söguhetjunni, ef hann færi silkihönskum um menn og málefni . Ragnar í Smára var fylginn sér og enginn átti neitt inni hjá honum, þótt hann veldi ekki alltaf hefðbundnar leiðir við að ljúka því, sem hann gerði fyrir aðra . Augljóst er, að verkið er þaulhugsað af hálfu höfundar . Texti og ljósmyndir tengjast á skemmtilegan hátt og brugðið er upp myndum af miklu fleiri mönnum en Ragnari í Smára og einnig af málefnum, sem eiga ekkert skylt við nóbelshátíðina eða Halldór Laxness . Hátíðin sjálf er í raun aukaatriði . Jón Karl kemur víða við í frásögn sinni . Hann segir meðal annars rækilega frá deilu Ragnars við Vilhjálm Þ . Gíslason, þá ver- andi útvarpsstjóra, um stöðu Sinfóníu- hljóm sveitar Íslands innan Ríkisútvarpsins . Er þeim Ragnari og Vilhjálmi báðum heitt í hamsi vegna málsins . Á þessu ári er þess minnst, að hálf öld er liðin, frá því að sin- fón íu hljómsveitin kom til sögunnar . Stundum verða tengingar Jóns Karls skrýtnar, eins og þegar hann segir, að Ragnar hafi stokkið út á götu í Stokkhólmi, ýtt á kyrrstæðan Ford Zodiac, sem þar var bilaður, og bætir við (bls . 202): Bílstjórinn lítur um öxl og virðist með á nótunum . Það er varla hægt að segja að Ragnar sjái framan í manninn en á því hvikula andartaki sem augu þeirra mætast í baksýnisspeglinum finnst honum að þetta gæti allt eins verið Davíð Stefánsson . Síðan tvinnast saman frásögn af samskipt- um þeirra Ragnars og Davíðs, meðal annars um áhuga skáldsins frá Fagraskógi á að eignast Ford Zodiac, og af hetjulegri fram- göngu Ragnars á einni helstu umferðargöt- unni í Stokkhólmi .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.