Þjóðmál - 01.03.2010, Side 94

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 94
92 Þjóðmál VOR 2010 Af heimildaskrá verður ekki ráðið, hvort um raunverulegt atvik á götum Stokkhólms hafi verið ræða eða tilbúna umgjörð í því skyni að tengja Davíð Stefánsson inn í söguna í gegnum Ford Zodiac . Hvernig, sem í pottinn er búið, verður ekki annað sagt en tengingin sé langsótt, ef ekki til- gerðarleg . Slík tilgerð á síður við skapgerð Ragnars en hryssingsleg lýsingin á konu Jóns Stefánssonar . Þrátt fyrir aðdáun Ragnars á Laxness, hafði hann þetta að segja í bréfi til Sigurðar Nordals um Gerplu (bls . 241): Hann [Ragnar] viðurkenndi þar [í bréfinu] að við lestur bókarinnar sækti stöðugt á sig „sá óhugnanlegi óþefur, sem leggur af ýmsu því er Laxness hefur skrifað um heimspólitík, virðingarleysi fyrir helgidómum annarra manna og vissri tegund af sýndarmennsku, sem kemur fram í því að eigna sér það sem aðrir hafa gert . Kemur mér t .d . í hug tvennt, sem hvort tveggja nálgast fölsun, að eigna sér eins og hann hefir gert verk Lárusar Pálssonar í Snæfríði Íslandssól og umfram allt verk Jóns Helgasonar, sem er í þessari bók það afgerandi fyrir bókina að hún nálgast að vera verk þeirra beggja .“ Jón Karl segir frá því í heimildaskrá við hvað hann styðst á hverri blaðsíðu bókar- inn ar . Lesandanum er látið eftir að geta sér til um til hvers er vísað á viðkomandi síðu . Stundum er það augljóst en getur einnig verið óljóst . Ragnar í Smára var rúmlega áttræður, þegar hann andaðist, árið 1984 . Bók Jóns Karls er söguhetjunni til sóma . Hún er jafn framt fróðeiksbrunnur um strauma og stefn ur í íslensku menningar- og athafnalífi, þegar Ragnar Jónsson í Smára lét að sér kveða með eftirminnilegum og einstæðum hætti . Rússland Pútíns Anna Politkovskaja: Rússland Pútíns, Elín Guðmundsdóttir þýddi úr ensku eftir þýðingu Arch Yait frá 2004, Urður Bókafélag, Reykjavík 2009, 121 bls . Eftir Guðmund Ólafsson Anna Stepanovna Politkovskaja var fædd 30 . ágúst 1958 og var myrt 7 . október 2006 . Hún var ekki einungis blaðamaður, heldur einnig áköf baráttukona fyrir mann- réttindum og betra lífi í landi sínu Rúss landi . Trúlega mátti hún gjalda fyrir hug sjónir sínar með lífi sínu . Síðustu árin helgaði hún sig einkum blaðamennsku í Tsjetsj- eníu fyrir eitt frjálslyndasta blað Rússa, Novaja Gazetta . Áður hafði hún starfað á Izvestia og síðan á Obzhaja Gazetta undir stjórn þess fræga ritstjóra Jégor Jakovlév, sem átti stóran þátt í að hnika rússneskri blaðamennsku til frjálslyndari hátta . Í bókinni fjallar hún um nokkur mál sem hún telur lýsa ástandinu í landi sínu . Þar segir frá ömurlegu ástandi í rússneska hern um, stór svindlurum og morðingjum í Katrínar- borg, yfirmanni í hernum, Júrií Búdanov, sem varð uppvís að hroðalegum glæpum gegn ungri tsjetsjenskri stúlku, atburðunum við Dúbrovskaja stræti 1 á Nord-Ost sýn- ingunni og fleiri málum sem lýsa því vel hve staða réttarríkisins er veik í Rússandi . Undirritaður hefur fylgst með málum aust- ur þar í marga áratugi og fullyrðir að lýsingar Önnu Politkovskaju eru í samræmi við það sem best er vitað og þess vegna er bók hennar mikilvæg lesning öllum þeim er vilja fylgjast með þróun mála í Rússlandi . Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er ágæt (líklega úr ensku), en mannanöfn og staðaheiti eru rituð á íslensku í góðu sam ræmi við umritunar regl- ur Helga Har alds sonar prófessors (sbr . rúss- nesk-ís lenska orðabók bls . 821) .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.