Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 9
Þjóðmál SUmAR 2011 7
Af vettvangi stjórnmálanna
_____________
Björn Bjarnason
Umrót og óvissa í
stjórnmálaflokkunum
I .
Að krafa um þingrof og nýjar kosningar sé ekki hávær eftir að ríkis stjórn
Jó hönnu Sigurðardóttur og Stein gríms J .
Sigfús son ar tapaði Icesave IIIþjóðar at
kvæða greiðsl unni laugardaginn 9 . apríl
er til marks um pólitíska deyfð og mátt
leysi . Að óreyndu hefði mátt ætla að ekki
yrði liðið að þing sæti áfram eins og ekkert
hefði í skorist eftir að þjóðin hefði tvisvar
á einu ári hafnað lögum frá því í þjóðar
atkvæða greiðslu .
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 . apríl voru
232 .422 kjósendur á kjörskrá . Atkvæði
greiddu 175 .114 eða 75,3% kjósenda . At
kvæði féllu þannig að af gildum atkvæða seðl
um, sem voru 172 .669, sögðu 69 .462 kjós
endur já, eða 40,23% en nei sögðu 103 .207
kjósendur, eða 59,77% . Ógildir at kvæða
seðlar voru 2 .445 talsins, þar af voru 2 .039
auðir og 406 ógildir af öðrum ástæðum, alls
1,4% . Skýrari gat niðurstaðan ekki orðið .
Þrátt fyrir hræðsluáróður ráðherra og seðla
banka stjóra um að allt færi hér á verri veg ef
Icesave III yrði ekki lögfest var lögum Stein
gríms J . Sigfússonar afdráttarlaust hafnað .
Sjálfstæðismenn fluttu tillögu um van
traust á ríkisstjórnina sem kom til at kvæða
á alþingi miðvikudaginn 13 . apríl . Ríkis
stjórnin naut stuðnings 32 þing manna en
30 lýstu vantrausti á hana, einn sat hjá,
Guð mund ur Steingrímsson, þingmaður
Fram sókn ar flokksins . Naum ari gat meiri
hluti rík is stjórnar ekki verið . Van trausts
tillag an naut stuðnings þing manna úr
öllu m flokkum nema Samfylk ingu .
Fyrir utan Guðmund Steingrímsson
studdu allir þingmenn Framsóknarflokks
ins tillög una um vantraust . Þrír þingmenn
Hreyfi ngarinnar lýstu vantrausti á ríkis
stjórnina, auk þess Ásmundur Einar Daða
son, þingmaður Vinstri grænna (VG), og
Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir, sem
sögðu sig úr þingflokki VG hinn 25 . mars
2011 . Ásmundur Einar sagði sig síðan úr