Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 93
Þjóðmál SUmAR 2011 91
þeirri kenningu reis rússneskur almenningur,
einkum verkalýður í stærstu borgunum, upp
til að mótmæla bágum lífskjörum, m .a . vegna
áhrifa frá fyrri heimsstyrjöldinni, og hrakti
keisarann frá völdum í febrúar 1917 . Þeim,
sem þá tóku við völdum, tókst hins vegar
ekki að ná tökum á ástandinu og fyrir vikið
ríkti samfélagsleg og stjórnmálaleg upplausn í
Rússlandi næstu mánuði . Bolsévikar voru best
skipulagðir allra stjórnmálaflokka eða hópa
í landinu . Þeir reru undir, kyntu ófriðarbálið
og hrifsuðu svo völdin þegar færi gafst . Þegar
almenningi varð ljóst, að þeir myndu ekki
standa við fyrirheitin um „brauð og frið“
og enn síður stuðla að auknu lýðræði varð
uppreisn, sem brátt breyttist í borgara styrjöld .
Hún stóð á árunum 1918–1921 og var tvíþætt .
Annars vegar börðust hinir nýju valdhafar við
bændur og verkamenn sem vildu ekki sætta sig
við stjórn þeirra og hins vegar tókust rauð og
hvítliðar á um völdin í landinu, sjálft ríkis vald
ið . Kulavig bendir á, að ýmsar fleiri túlkan ir
hafi verið settar fram á rússnesku bylt ing unni
og eðli hennar og nefnir þar einkum kenn
ingar bandaríska sagnfræðingsins Richard
Pipes um að byltingin hafi verið mann anna
verk en ekki náttúruhamfarir, og engan veg
inn óhjákvæmileg .
Bókin skiptist í fjóra höfuðþætti . Í hinum
fyrsta reynir höfundur að skýra aðdraganda
byltingar og rekur þá nokkra höfuðþætti í
sögu Rússlands á síðari hluta 19 . aldar . Því
næst fjallar hann allrækilega um atburði
ársins 1905, „blóðuga sunnudaginn“ og
stofnun fyrsta þingsins, dúmunnar . Í öðrum
þætti fjallar hann um febrúarbyltinguna
1917 og rekur ýtarlega söguna frá henni
og fram í október . Þriðji þáttur fjallar um
októberbyltinguna og í fjórða og síðasta
þætti segir frá borgarastríðinu á árunum
1918–1921, auk þess sem stuttlega er vikið
að helstu atburðum áranna 1922–1924 .
Að minni hyggju er þessi bók einkar hand
hægt og glöggt yfirlit yfir sögu byltingarinn
ar í Rússlandi, aðdraganda hennar og ors
akir, atburðarásina á örlagaárinu 1917 og
loks um hrikalegar afleiðingar valdatöku
bolsévika fyrir rússnesku þjóðina . Vafalaust
eru margir ósammála fræðilegri túlkun
höfundar á einstökum atriðum . Frásögn
hans er hins vegar skýr og afdráttarlaus
og skrifuð á ljómandi góðri dönsku . Auk
meginþáttanna segir hann frá ýmsum
atburðum, sem varpa ljósi á gang mála . Þær
lýsingar eru oft ansi suddalegar og varla fyrir
lesendur sem eiga erfitt með svefn . Sama
máli gegnir um myndefnið, sem Kulavig
notar á snilldarlegan hátt til að varpa
skýrara ljósi á einstaka þætti frásagnarinnar .
Þar nýtur hann þess að hafa haft aðgang að
rússneskum ljósmyndasöfnum en margar
myndanna í bókinni hafa ekki birst áður í
bókum á Vesturlöndum . Hafa þær mikið og
í sumum tilvikum einstakt heimildagildi .
Bókarhöfundur, Erik Kulavig, er danskur
sagnfræðingur og sérfræðingur í rússneskri
sögu . Hann er lektor við Syddansk universitet
og hefur auk annars skrifað bækurnar KGB.
De russiske efterretningstjenester fra Ivan den
Grusomme til Vladimir Putin, sem út kom
árið 2007, og Det røde tyranni. Stalin, magten
og folket 1879–1953, en hún kom út 2005 .
Ævintýramaður endar
í gálganum
Jonathan Miles: The Nine Lives of Otto Katz,
Bantam, London 2010, 384 bls .
Eftir Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Í formála bókarinnar Evrópu á glapstigum, sem Sverrir Kristjánsson þýddi og
gaf út 1943, segir hann: „Höfundur
þessarar bókar, André Simone, er kunnur,
franskur blaðamaður, sem er nú landflótta