Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 12
10 Þjóðmál SUmAR 2011
hernað í Líbíu á vegum NATO og ber
ábyrgð á heræfingum Bandaríkjamanna og
loftrýmisgæslu hér á landi undir merkjum
NATO .
Hafi Vinstri græn ætlað að sanna í ríkis
stjórn að þau stæðu að stjórnmálaflokki sem
léti gildi og mat á þeim ráða afstöðu sinni
í stjórnmálum hefur Steingrímur J . kastað
þeirri viðleitni út í hafsauga . Málefni skipta
hann engu þegar völdin eru annars vegar .
VG efndi til flokksráðsfundar 20 .–21 .
maí . Ræða Steingríms J . á fundinum hefur
hvergi birst . Í Morgunblaðinu var þó vitnað
til þeirra orða hans að það hafi „orðið
mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu
fólki“ . Vöktu þessi ummæli reiðiblandna
undrun . Töldu menn að Vinstri græn ættu
aðild að ríkisstjórn til varnar „venjulegu
fólki“ með skjaldborginni . Nú væri sú
skýring gefin að enga skjaldborg þyrfti af
því að „venjulegt fólk“ hefði ekki orðið
fyrir neinum „eignabruna“ vegna hrunsins .
Eftir fundinn kepptist Steingrímur J . við
að sannfæra fjölmiðlamenn og aðra um að
mikill einhugur hefði ríkt meðal flokks
stjórn ar manna . Léleg fundarsókn þótti á
hinn bóginn til marks um skort á áhuga .
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morg
unblaðinu, upplýsti lesendur sína um
það 24 . maí að alls ekki hefði ríkt neinn
einhugur á flokksráðsfundi VG . Hann hefði
verið illa sóttur og Steingrímur J . lægi undir
gagnrýni fyrir lélega ræðu . Valdabarátta
væri í uppsiglingu innan flokksins um
eftirmann Steingríms J . Væru þær Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Svan
dís Svavarsdóttir umhverfisráðherra taldar
berjast um tignina .
Forysta VG bjó við það á þessum fundi að
þrír þingmenn flokksins höfðu sagt sig úr
þingflokki hans frá síðasta flokksráðsfundi .
Þá er augljós kuldi í samskiptum Steingríms
J . og Ögmundar Jónassonar innan
ríkisráðherra . Hann tengist því meðal
annars að Árni Þór Sigurðsson hrifsaði for
mennsku í þingflokknum úr hendi Guð
fríðar Lilju Grétarsdóttur þegar hún kom
úr barneignarleyfi . Komst hann ekki upp
með það og var Þuríður Backmann að
lokum kjörin þingflokksformaður í von
um starfsfrið meðal þingmanna og að ekki
kvarn aðist frekar úr hópi þeirra .
Á flokksráðsfundinum var því afstýrt
að til átaka kæmi um hvort fordæma ætti
hina brottgengnu þingmenn . Stein grím ur
J . og fylgismenn hans höfðu beitt sér fyrir
mótmælayfirlýsingum gegn þing mönn
unum í kjördæmum þeirra . Stjórn endur
flokksins treystu sér hins vegar ekki til að
láta kné fylgja kviði gegn þing mönnunum
á flokksráðsfundinum Á hinn bóginn var
ákveðið að 11 manna stjórn flokksins skyldi
skipa fimm manna nefnd til að endurskoða
skipulag flokksins með það að markmiði að
styrkja og efla í hvívetna samskipti, tengsl og
áhrif stofnana hans s .s . sveitarstjórnarfólks,
svæðisfélaga, flokksráðs, stjórnar flokksins
og þingflokks . Með samþykkt þessarar
tillögu var leitast við að sópa djúpstæðum
ágreiningi undir teppið, þótt engir telji
unnt að leysa hann með fimm manna nefnd
um skipulagsmál .
IV .
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 25 .
maí að boða til 40 . landsfundar flokksins
17 . til 20 . nóvember næstkomandi . Af
dagsetningunni má ráða að miðstjórnin
telji ólíklegt að upp úr samstarfi
stjórnarflokkanna slitni við gerð fjárlaga
fyrir árið 2012 eða vegna annarra erfiðra
mála sem verða óhjákvæmilega á borði
ríkisstjórnarinnar í sumar og þegar dregur
að þingsetningu 1 . október .
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um Icesave varð ekki í samræmi við vilja