Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 12

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 12
10 Þjóðmál SUmAR 2011 hernað í Líbíu á vegum NATO og ber ábyrgð á heræfingum Bandaríkjamanna og loftrýmisgæslu hér á landi undir merkjum NATO . Hafi Vinstri græn ætlað að sanna í ríkis­ stjórn að þau stæðu að stjórnmálaflokki sem léti gildi og mat á þeim ráða afstöðu sinni í stjórnmálum hefur Steingrímur J . kastað þeirri viðleitni út í hafsauga . Málefni skipta hann engu þegar völdin eru annars vegar . VG efndi til flokksráðsfundar 20 .–21 . maí . Ræða Steingríms J . á fundinum hefur hvergi birst . Í Morgunblaðinu var þó vitnað til þeirra orða hans að það hafi „orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki“ . Vöktu þessi ummæli reiðiblandna undrun . Töldu menn að Vinstri græn ættu aðild að ríkisstjórn til varnar „venjulegu fólki“ með skjaldborginni . Nú væri sú skýring gefin að enga skjaldborg þyrfti af því að „venjulegt fólk“ hefði ekki orðið fyrir neinum „eignabruna“ vegna hrunsins . Eftir fundinn kepptist Steingrímur J . við að sannfæra fjölmiðlamenn og aðra um að mikill einhugur hefði ríkt meðal flokks­ stjórn ar manna . Léleg fundarsókn þótti á hinn bóginn til marks um skort á áhuga . Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morg­ unblaðinu, upplýsti lesendur sína um það 24 . maí að alls ekki hefði ríkt neinn einhugur á flokksráðsfundi VG . Hann hefði verið illa sóttur og Steingrímur J . lægi undir gagnrýni fyrir lélega ræðu . Valdabarátta væri í uppsiglingu innan flokksins um eftirmann Steingríms J . Væru þær Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Svan­ dís Svavarsdóttir umhverfisráðherra taldar berjast um tignina . Forysta VG bjó við það á þessum fundi að þrír þingmenn flokksins höfðu sagt sig úr þingflokki hans frá síðasta flokksráðsfundi . Þá er augljós kuldi í samskiptum Steingríms J . og Ögmundar Jónassonar innan­ ríkisráðherra . Hann tengist því meðal annars að Árni Þór Sigurðsson hrifsaði for ­ mennsku í þingflokknum úr hendi Guð­ fríðar Lilju Grétarsdóttur þegar hún kom úr barneignarleyfi . Komst hann ekki upp með það og var Þuríður Backmann að lokum kjörin þingflokksformaður í von um starfsfrið meðal þingmanna og að ekki kvarn aðist frekar úr hópi þeirra . Á flokksráðsfundinum var því afstýrt að til átaka kæmi um hvort fordæma ætti hina brottgengnu þingmenn . Stein grím ur J . og fylgismenn hans höfðu beitt sér fyrir mótmælayfirlýsingum gegn þing mönn­ unum í kjördæmum þeirra . Stjórn endur flokksins treystu sér hins vegar ekki til að láta kné fylgja kviði gegn þing mönnunum á flokksráðsfundinum Á hinn bóginn var ákveðið að 11 manna stjórn flokksins skyldi skipa fimm manna nefnd til að endurskoða skipulag flokksins með það að markmiði að styrkja og efla í hvívetna samskipti, tengsl og áhrif stofnana hans s .s . sveitarstjórnarfólks, svæðisfélaga, flokksráðs, stjórnar flokksins og þingflokks . Með samþykkt þessarar tillögu var leitast við að sópa djúpstæðum ágreiningi undir teppið, þótt engir telji unnt að leysa hann með fimm manna nefnd um skipulagsmál . IV . Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 25 . maí að boða til 40 . landsfundar flokksins 17 . til 20 . nóvember næstkomandi . Af dagsetningunni má ráða að miðstjórnin telji ólíklegt að upp úr samstarfi stjórnarflokkanna slitni við gerð fjárlaga fyrir árið 2012 eða vegna annarra erfiðra mála sem verða óhjákvæmilega á borði ríkisstjórnarinnar í sumar og þegar dregur að þingsetningu 1 . október . Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave varð ekki í samræmi við vilja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.