Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 18
16 Þjóðmál SUmAR 2011
voru allra best efnum búnir í samfélaginu,
kóngafólk, aðalsmenn og betur stæðir
borgarar, sem kost áttu á því að hlýða á
tónlist og njóta menningarviðburða sem
oft tengdust hirðlífi . En nú höfðu flestir tök
á því, t .d . að spóka sig í Tívolí, sem opnaði
árið 1843 .
Tívolí var sannarlega einn hinna nýstár
legu staða í borginni . Þar nutu borgarbúar
og gestir þeirra lífsins . Skemmtigarðurinn
var mjög vinsæll og þangað kom fólk, bæði
konur og karlar, á öllum aldri, jafnt háir
sem lágir . Garðurinn var opinn á hverju
kvöldi allt sumarið . Indriði Einarson lýsti
garðinum og starfsemi hans svo: „Fyrir utan
hljómleikana í Tívolí var margt, sem þar
var á boðstólum . . . Þegar kvöldin tóku að
dimma og kom fram í ágúst og september,
voru flugeldar í Tívolí, óvenjufagrir og vel
gerðir .“4 Miðaverð í Tívolí var hóflegt enda
4 Indriði Einarsson, Séð og lifað, bls . 123 .
höfðu árið 1857 verið seldir 360 þúsund
að göngumiðar . Í bókhaldsgögnum Jóns
kemur fram að fjölskyldan fór gjarnan í
Tívolí .5 Sjálfur skrifaði Jón blaðagrein um
skemmtanir í Kaupmannahöfn sem birtist
árið 1862 þar sem hann sagði m .a . frá því
að að borgin hefði orð á sér fyrir að vera
„ein fjörugasta borg heimsins“ . Best og
jöfnust væri aðsóknin í Tívolí af öllum
þeim ótrúlega fjölda skemmtigarða og
veitingastaða sem starfræktir væru í Kaup
manna höfn . Jón tók fram að Tívolí væri
auðvelt að heimsækja vegna þess að það
væri í göngufæri . Þar mætti eyða góðum
kvöldstundum að loknum erfiðum vinnu
degi, gleyma sér og hlusta á söng og tónlist
og fylgjast með flugeldasýningum auk
margs annars forvitnilegs . Jón lýsti í sömu
grein mannfjöldanum sem Dyrehavsbakken
laðaði til sín á sumrin . Þar væri ekki síður
5 JS .133 d .
Kaupmannahöfn iðaði af lífi . Á torgum borgarinnar komu sölukonur
sér oft fyrir . Þessi mynd er af Gammel og Nytorv .