Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 18

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 18
16 Þjóðmál SUmAR 2011 voru allra best efnum búnir í samfélaginu, kóngafólk, aðalsmenn og betur stæðir borgarar, sem kost áttu á því að hlýða á tónlist og njóta menningarviðburða sem oft tengdust hirðlífi . En nú höfðu flestir tök á því, t .d . að spóka sig í Tívolí, sem opnaði árið 1843 . Tívolí var sannarlega einn hinna nýstár­ legu staða í borginni . Þar nutu borgarbúar og gestir þeirra lífsins . Skemmtigarðurinn var mjög vinsæll og þangað kom fólk, bæði konur og karlar, á öllum aldri, jafnt háir sem lágir . Garðurinn var opinn á hverju kvöldi allt sumarið . Indriði Einarson lýsti garðinum og starfsemi hans svo: „Fyrir utan hljómleikana í Tívolí var margt, sem þar var á boðstólum . . . Þegar kvöldin tóku að dimma og kom fram í ágúst og september, voru flugeldar í Tívolí, óvenjufagrir og vel gerðir .“4 Miðaverð í Tívolí var hóflegt enda 4 Indriði Einarsson, Séð og lifað, bls . 123 . höfðu árið 1857 verið seldir 360 þúsund að göngumiðar . Í bókhaldsgögnum Jóns kemur fram að fjölskyldan fór gjarnan í Tívolí .5 Sjálfur skrifaði Jón blaðagrein um skemmtanir í Kaupmannahöfn sem birtist árið 1862 þar sem hann sagði m .a . frá því að að borgin hefði orð á sér fyrir að vera „ein fjörugasta borg heimsins“ . Best og jöfnust væri aðsóknin í Tívolí af öllum þeim ótrúlega fjölda skemmtigarða og veitingastaða sem starfræktir væru í Kaup­ manna höfn . Jón tók fram að Tívolí væri auðvelt að heimsækja vegna þess að það væri í göngufæri . Þar mætti eyða góðum kvöldstundum að loknum erfiðum vinnu­ degi, gleyma sér og hlusta á söng og tónlist og fylgjast með flugeldasýningum auk margs annars forvitnilegs . Jón lýsti í sömu grein mannfjöldanum sem Dyrehavsbakken laðaði til sín á sumrin . Þar væri ekki síður 5 JS .133 d . Kaupmannahöfn iðaði af lífi . Á torgum borgarinnar komu sölukonur sér oft fyrir . Þessi mynd er af Gammel­ og Nytorv .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.