Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 73
 Þjóðmál SUmAR 2011 71 ákafir áhugamenn um friðun, og þeir voru sannfærðir um, að jörðin stæði ekki undir sífjölgandi mannkyni með sívaxandi þarfir . „Hagvöxturinn, sem allir lofa og prísa, getur því ekki orðið varanlegur . Hann er tíma­ bundinn .“9 Hrun væri á næsta leiti, nema breytt yrði snögglega um lífshætti . Höf­ undum varð tíðrætt um eiturefnið DDT eins og Carson og Darling á undan þeim . Það hefði hvarvetna safnast fyrir, jafnvel í úthöfunum . Þeir töldu einnig, að flestir málmar gengju innan skamms til þurrðar, færi svo fram sem horfði . Iðnþróunin hefði rofið ýmsar lífskeðjur, raskað hinni sjálfvirku samstillingu náttúrunnar . Menn hefðu flykkst úr sveitum í borgir, þar sem lífið væri undirorpið glæpum, lauslæti, ofdrykkju, geðröskunum og mengun, þar á meðal ólykt vegna losunar koltvísýrings úr bílum, sorpi og skólpi . Tengsl væru á milli glæpa og þéttbýlis . „Á síðastliðnum 10 árum hefur tala glæpa í Bandaríkjunum tvöfaldast .“10 Höfundar voru svartsýnir . „Sannleikurinn er sá, að ekkert breytist, þótt land búnaðar­ framleiðslan aukist á næstu 15–20 árum . Ekkert getur komið í veg fyrir víðtæka hungursneyð, og sú hungursneyð mun mest bitna á þjóðum Asíu og Afríku, þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þjóðum Mið­ og Suður­Ameríku .“11 Meðal þess, sem höfundarnir vildu gera, var að setja sérstaka skatta á notkun orku, hráefnis og dægurvöru, leggja blátt bann við notkun eiturefna, stöðva nýlagningar vega og auka fræðslu um getnaðarvarnir . Þeir lýstu því, hvernig þjóðlífið ætti að skiptast í miklu smærri einingar en nú gerðist, enda hefði Aristóteles sagt, að borgir ættu að vera nógu fámennar til þess, að íbúarnir þekktu hver annan með nafni . Þótt nokkur áróðursblær væri á Heimi á helvegi, lýstu margir kunnir menntamenn yfir stuðningi við þessi sjónarmið, þar á meðal Sir Frank Fraser Darling og Sir Julian Huxley, fyrsti framkvæmdastjóri Menningar­ og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO . Aðalhöfundur Heims á helvegi og ritstjóri The Ecologist var enski rithöfundurinn Edward Goldsmith . Hann var sérvitur, mælskur yfirstéttarmaður, sem hafði dálæti á frumstæðum þjóðum, en taldi iðnþróun af hinu illa . Gagnrýndi hann hvora tveggja, marxista og frjálshyggjumenn, fyrir að vilja ótrauða halda áfram á braut hagvaxtar . Hollara væri að snúa aftur til óbrotins lífs og jafnvel frumstæðs . Heimur á helvegi hafði þau áhrif, að Goldsmith var 1974 beðinn um að bjóða sig fram á Suður­Englandi fyrir svokallaðan Þjóðarflokk, sem seinna varð flokkur enskra græningja (Green Party) . Í kosninga baráttunni ferð aðist Goldsmith um á kameldýri, enda hélt hann því fram, að hin mikla beina og óbeina eldsneytisnotkun í landbúnaði með stórvirkum vinnuvélum og mikilli áburðargjöf hlyti að leiða til þess, að ekki yrðu að lokum eftir önnur farartæki en slík dýr . Seinna barðist Goldsmith hat­ rammlega gegn stórvirkjunum og eyðingu regn skóga . Hann átti fimm börn þrátt fyrir við varanir sínar við fólksfjölgun .12 Endimörk vaxtarins Á rið 1974 kom síðan út á íslensku sú bók, sem oftast er talin vandaðasta grein­ ar gerðin um hætturnar af fólksfjölgun og óvarlegri nýtingu náttúrugæða . Hún nefndist Endimörk vaxtarins, og höfundar hennar voru nokkrir vísindamenn tengdir Tækni­ háskólanum í Massachusetts, en kunnastir þeirra voru hjónin Dennis og Donella Meadows . Höfundar töldu sig geta sýnt með ýmsum útreikningum, að mannkyn væri komið í ógöngur . Það yxi miklu hraðar en jörðin með sínum endanlegu gæðum þyldi . Til þess að skilja útreikninga þeirra þarf að hafa í huga muninn á jafnskrefa vexti og veldis vexti . Jafnskrefa vöxtur er einfaldur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.