Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 80
78 Þjóðmál SUmAR 2011 Hráefni gengu ekki til þurrðar Bókin Endimörk vaxtarins vakti ekki síst athygli fyrir það, að spáð var með aðstoð tölvu, hversu hratt ýmis jarðefni gengju til þurrðar næstu áratugi eftir útkomu bókarinnar í Bandaríkjunum 1972 . Ál átti að endast til ársins 2003, blý til 1993, gull til 1981, jarðgas til 1994, jarðolía til 1992, kopar til 1993, kvikasilfur til 1985, mólybden til 2006, silfur til 1985, sink til 1990, tin til 1987 og wolfram til 2000 .38 Skemmst er frá því að segja, að þetta gekk ekki eftir . Nóg er enn árið 2011 til af öllum þessum efnum . Nokkrir friðunarsinnar hafa komið til varnar höfundum Endimarka vaxtarins og svarað því til, að þar hafi ekki verið settar fram neinar spár .39 Það er rétt, að hvergi í ritinu sagði til dæmis berum orðum, að jarðolía myndi aðeins endast til 1992 eða kvikasilfur til 1985 . En í töflu um „tæmanleg náttúruauðæfi“ voru þar í einum dálki skráðar „þekktar birgðir í heiminum“ af ýmsum jarðefnum og í öðrum dálki tilgreindur „áætlaður vaxtarhraði“ notkunar þessara efna í þremur undirdálkum, mikill, meðaltal og lítill . Síðan var dálkur, sem sýndi „endingartíma miðað við veldisvaxandi notkun“, og var þá miðað við meðaltalið af miklum og litlum áætluðum vaxtarhraða notkunar . Þaðan eru ártölin fengin, sem hér hafa verið nefnd, 2003 fyrir ál og svo framvegis . Erfitt er að lesa annað út úr töflunni en að höfundar hafi spáð þessum endingartíma, þótt þeir hafi vissulega líka reiknað út endingartímann miðað við fimmföldun þekktra birgða og sett í sérstakan dálk . Ef þeir spáðu þessum skamma endingartíma ekki beinlínis, þá vöruðu þeir að minnsta kosti sterklega við því, að sú gæti orðið raunin, jafnframt því sem þeir fullyrtu, að mannkynið yrði að breyta lífsháttum sínum til að afstýra ósköpunum . Hvað sem þessu líður, fullyrtu höfundar Endimarka vaxtarins, að verð á flestum eða öllum jarðefnum myndi hækka vegna skorts á þeim . Þeir ræddu til dæmis um „þann torleysta efnahagsvanda“, hvað yrði um ýmsar iðngreinar, þegar „hvert hráefnið á fætur öðru“ hækkaði „í verði upp úr öllu valdi“ .40 Þetta gekk ekki eftir . Verð á flestum eða öllum jarðefnum hefur lækkað, en ekki hækkað, þann tíma, sem liðinn er, frá því að Endimörk vaxtarins komu út á ensku árið 1972 . Hið kunna veðmál Simons og Ehrlichs varpar ljósi á þetta mál . Í tímaritinu Science sumarið 1980 gagnrýndi bandaríski hagfræðingurinn Julian Simon hrakspár um óviðráðanlega fólksfjölgun og hráefnaþurrð .41 Landi hans, líffræðingurinn og metsöluhöfundurinn Paul Ehrlich, deildi þá hart á tímaritið . Ritrýnendur þess hefðu átt að hafna birtingu þessarar greinar . Hún stæðist ekki vísindalegar kröfur .42 Simon lýsti þá yfir því, að hann væri reiðubúinn til að veðja við Ehrlich um það, að hvert það hráefni, sem Ehrlich teldi vera að ganga til þurrðar, myndi næstu árin lækka í verði, en ekki hækka . Ehrlich tók veðmálinu og valdi tímabilið, næstu tíu ár, og fimm jarðefni, króm, kopar, nikkel, tin og wolfram . Tíu árum síðar hafði jarðarbúum fjölgað um 800 milljónir, sem er hraðari vöxtur en áður hafði þekkst . Engu að síður hafði samanlagt verð þeirra fimm hráefna, sem Ehrlich valdi, lækkað, og hvert og eitt þeirra hafði líka lækkað í verði (á föstu verðlagi) . Eins og Ehrlich varð að viðurkenna haustið 1990, vann Simon veðmálið . Einu hefði gilt, hvort Ehrlich hefði valið önnur algeng hráefni, til dæmis jarðolíu, sykur eða bómull . Verð þeirra allra hafði lækkað .43 Annað mál er, að verð á ýmsum hráefnum hækkaði talsvert um og eftir 2008, en þá sveiflu mátti frekar rekja til átaka og óvissu í stjórnmálum í ýmsum löndum, sem selja aðallega hráefni á heimsmarkað, en til skorts á hráefnunum sjálfum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.