Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál SUmAR 2011 refsa skuli fræðimönnum og öðrum þeim sem fara ekki með gögn í samræmi við fyrirmæli stofnana . Eiga þeir yfir höfði sér fangelsi allt að þremur árum, sbr . 34 . gr . frumvarpsins . Þetta nýja ákvæði felur vitaskuld í sér enn frekari tálmun á upplýsingarétti . Skjöl hulin sjónum í 110 ár Samhliða nýjum upplýsingalögum hafa verið bornar fram nokkrar breytingar á lögum um Þjóðskjalasafn Íslands . Þar er kveðið á um ýmsar frekari tálmanir á aðgengi almenn ings að upplýsingum og mun ný grein bætast við lögin sem verður að 9 . gr . d og er hún svohljóðandi: Þegar sérstaklega stendur á getur þjóð skjala­ vörð ur ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einka málefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almanna­ hagsmuni er að ræða . Hér er stjórnvöldum gefinn möguleiki á gríðarlega víðri túlkun, enda má ætla að mjög stór hluti skjala varði í einhverjum skiln ingi einkamálefni einstaklings eða almanna hags­ muni . Í reynd er um opna heim ild að ræða, en hún er ekki skilyrt að neinu marki . Þannig gætu gögn frá árinu 1901 verið undanþegin upplýs inga rétti á grund velli almannahags­ muna . Erfitt er að gera sér í hugarlund hvaða gögn er varða almanna hagsmuni frá upphafi síðustu aldar ættu að vera undanþegin upplýsingarétti í nútím anum . Nefna mætti mörg fleiri dæmi úr frumvarpi til laga um ný upplýsingalög, sem og með­ fylgjandi breytingarlögum, sem sýna svo ekki verður um villst að stjórnvöld hyggjast tak marka til muna aðgengi almennings að upp lýsingum . Raunar er hryggilegt að sjá að sumir þeir opinberu aðilar sem sagt hafa álit sitt á frumvarpinu vildu ganga mun lengra í að takmarka rétt almennings að upp­ lýsing um . Einna lengst gengur Már Guð­ munds son seðlabankastjóri í bréfi sínu til alls herjarnefndar, en Seðlabankinn er gott dæmi um stofnun sem þyrfti að sæta mun ríkara eftirliti almennings en nú er enda virðist sem skelfileg valdníðsla þrífist innan veggja þeirrar stofnunar í krafti leyndarinnar, líkt og bent var á í úttekt í síðasta tölublaði Þjóðmála . Að lokum Líkt og að framan er rakið er mikill mis­brestur á að núgildandi upplýsinga lögum sé framfylgt og oft er erindum ekki sinnt . Þá er með öllu óþolandi fyrir réttaröryggi ef ómögulegt er að nálgast skjöl vegna þess eins að ekki var hirt um að skrá þau og flokka, eða þá að þeim hefur beinlínis verið fargað . Mér er ljóst að borgarar hafa orðið fyrir stórkostlegu tjóni vegna slælegrar skjalavörslu, að ekki sé talað um það ef embættismenn hreinlega láta ógert að taka saman gögn sem varða viður­ hlutamiklar ákvarðanir . Núgildandi upplýsingalögum þyrfti að framfylgja betur, en þau tryggja þó í flestu tilliti upplýsingarétt almennings . Þrátt fyrir það væri rétt að auka aðgengi almennings að upplýsingum, til dæmis með því að þrengja skilgreiningu á hugtakinu vinnuskjal . Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur til nýrra upplýsingalaga ber þess hins vegar öll merki að markmiðið sé að aðlaga réttindi borgaranna að skipulagi stjórnvalda . Ef frumvarpið hefði verið samið í anda nútímalegra viðhorfa hefði átt að tryggja sem víðtækastan rétt einstaklinganna að upplýsingum stjórnvalda . Það hefði síðan verið verkefni stjórnvalda að aðlaga skipulag sitt að þeim víðtæka rétti, en ekki öfugt . Frumvarpið felur um sumt í sér afturhvarf til leyndarhyggju fyrri alda, en frekari leynd yfir opinberum upplýsingum mun leiða til enn meiri misnotkunar opinbers valds en nú er .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.