Þjóðmál - 01.06.2011, Side 98

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 98
96 Þjóðmál SUmAR 2011 breyta um stefnu, eða réttara sagt, taka upp stefnuna sem hann var kosinn til að fylgja“ . Vinur sé sá sem til vamms segi . Þetta er flokkspólitískasta yfirlýsingin í bók inni . Hlýtur sú spurning að vakna í huga les andans hvort Einar Már gerist ekki með þessum orðum ber að tvískinnungi þegar hann lætur hollustu við flokk Steingríms J . villa sér sýn . Hvernig getur nokkur sem fylgst hefur með ráðherrastörfum Steingríms J . talið að framganga hans snúi ekki að Steingrími J . „sem slík um“? Sé annað í spilunum verða menn að draga þá ályktun að annaðhvort sé Steingrími J . ekki sjálfrátt eða náttúrulögmál knýi hann til að framkvæma annað en hann boðar . Þessi stutti kafli úr bókinni sem hér er nefndur gefur ekki rétta mynd af efnistökum Einars Más, hins mikla sögumanns, sem tekur alkunn atvik og fellir þau inn í myndina sem hann dregur á sinn einstaka þátt . Meðal slíkra atvika er frá sögnin af breska gamanleikaranum John Cleese sem neyddist til að taka leigubíl frá Ósló til Brussel fyrir 650 þúsund krónur vegna ösku frá Eyjafjallajökulsgosinu með þessari skýringu: „Íslendingar geta hvorki stjórnað bönkum né eldfjöllum .“ Eins og kunn ugt er réð Kaupþing Cleese til að koma fram í auglýsingum fyrir sig og tengir Einar Már hann á þann hátt inn í hugleiðingar sínar um örlög íslenska bankakerfisins og hrunsins . John Cleese er aðeins einn erlendra manna sem Einar Már nefnir til sögunnar því að bók hans er öðrum þræði til minn­ ingar um kynni hans á innlendum og erlend um mönnum auk þess sem þar er að finna fróðleik tengda Bítlunum og áhrifum þeirra . Að þessu leyti hefur bókin að geyma brot af ævisögu Einars Más sjálfs og lýsingu á því sem hefur mótað líf hans og haft áhrif á hann sem rithöfund . Bókin er í litlu kiljubroti og á kápu hennar er ritaður mikill texti til kynningar á efni bók arinnar og viðbrögðum við Hvítu bókinni sem kom út vorið 2009 og var vel tekið hér á landi en ekki síður erlendis . Mér þótti kápan frekar fráhrindandi í fyrstu en hún venst og fer bókin vel í hendi . Textinn er 185 blaðsíður og skiptist í 25 kafla sem eru að nokkru sjálfstæðir en þó tengdir . Af efnis tökunum má ráða að Einar Már glími við nýtt form . Hann hefur betur í þeirri glímu, bókin myndar skemmtilega heild . Undirtóninn er skörp þjóð­ félags ádeila og krafa um að fjár mála menn og bankar beri sjálfir ábyrgð á skuldbinding­ um sínum en þeim sé ekki velt á herðar almennings: „Okkur er sagt að breyta einka skuldum í opinberar skuld bindingar og endurgreiða þær lánar drottnum með vel ferð samfélagsins . Við höfum aldrei séð þessa lánardottna, aldrei átt nein sam skipti við þá og vitum ekki hverjir þeir eru eða hvað þeir heita, en þeir kallast líka kröfu hafar, vogunarsjóðir og mynda fjár mála markaðinn sem teygir sig í allar áttir, um allan heim . Í fjölmiðlum er alltaf talað um fjár málamarkaðinn einsog lif andi veru .“ Þetta sjónarmið höfðar ekki síður til hægri ­ manna, sem vilja að fyrirtæki standi og falli án ríkisaðstoðar, en skoðanabræðra Ein ars Más . Bók hans hefur því víðtæka hug mynda­ fræðilega skírskotun auk þess sem meg in ­ sjónarmiðið um að almenningur eigi ekki taka á sig skuldbindingar einkafyrirtækja höfð ar til æ fleiri þjóða, ekki síst innan Evrópu sam bandsins þar sem ágreiningur um þetta skapar vaxandi pólitíska spennu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.