Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 37
Þjóðmál SUmAR 2011 35
tilefni, hversu ítarlega greiningu átti að
gera o .s .frv . Ákærandinn lítur fram hjá
þeirri staðreynd að réttar ákvarðanir voru
teknar þegar stjórnvöldum varð ljós staða
bankakerfisins . Undir gífurlegri pressu
voru teknar skynsamlegar og yfirvegaðar
ákvarðanir . Um það eru allir sammála í dag .
Tjónið var lágmarkað, ólíkt því sem varð í
Bandaríkjunum, Bretlandi og Írlandi . Samt
sem áður er Geir sá eini sem er ákærður
af forystumönnum þjóðríkja . Þessi hluti
ákærunnar er fráleitur, skoðaður í ljósi þess
sem gerst hefur í heiminum og fyrir liggur
um starfsemi bankanna fyrir hrun .
Geir er gefið að sök að hafa vanrækt að
hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af
hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð
íslenska bankakerfisins . Þessi ákæruliður
er athygliverður, einkum fyrir þá sök að
ekki verður séð að forsætisráðherra hafi
haft neinar þær valdheimildir sem gátu
gefið honum færi á að hafa virk afskipti
af bankastarfseminni með þessum hætti .
Þvert á móti gaf regluverk hins Evrópska
efnahagssvæðis bönkunum lagalegan rétt til
þess að vaxa og stækka . Stjórnmálamenn í
öllum flokkum fögnuðu stækkun bankanna
og fóru fögrum orðum um framsækni
þeirra . Háskólamenn kepptust við að fá
styrki frá þeim og fjölmiðlamenn fluttu
hverja sigursöguna á fætur annarri . Engu
að síður virðist ákærandinn ekki gera sér
grein fyrir því að bankakerfið minnkaði
á árinu 2008 ef eignir þess eru skoðaðar
í evrum . Ákærandinn gleymir því einnig
að í ársbyrjun 2008 var fallið frá kaupum
Kaupþings á hollenska bankanum NIBC .
Þau kaup ein og sér hefðu stækkað
bankakerfið um hátt í þriðjung .
Geir Haarde er einnig ákærður fyrir atriði
sem heyra ekki undir forsætisráðuneytið .
Þetta á við um flutning Icesavereikninga .
Vandséð er hvað forsætisráðherra gat gert
í þeim efnum eða hvaða valdboðum eða
tækjum hann gat beitt . Svo virðist sem
ákærendur telji að færsla innlánsreikninga
hafi verið einföld framkvæmd og alfarið
á valdsviði íslenskra stjórnvalda . Svo er
auðvitað ekki . Bresk stjórnvöld höfðu allar
valdheimildir í hendi sér varðandi flutning
reikninganna . Unnið var að því að færa
reikninga Landsbankans yfir í dótturfélag
á árinu 2008, en aðgerðin var viðkvæm
og varð að framkvæma án þess að áhlaup
myndaðist á reikningana og skilmálar í
lána samningum Landsbankans myndu
rakna upp . Til þess þurfti samvinnu við
bresk stjórnvöld en samkomulag náðist
ekki í tæka tíð .
Í öðrum tölulið ákærunnar er vikið að
forms atriði um fundarhöld ráðherra sem
ekki verð ur séð að hafi skipt máli í aðdrag
anda banka hrunsins . Saksóknari Alþingis
er föst í sjónarmiðum 19 . aldar skýringa
á 17 . gr . stjórn arskrárinnar og vandséð
með hvaða hætti hún rökfærir sakaratriði
á grund velli þessa stjórnarskrárákvæðis og
hvaða áhrif fram kvæmd formlegra ráðherra
funda hefði haft varðandi bankahrunið .
Færa má rök að því að það hefði heyrt
undir aðra ráðherra frekar en forsætisráð
herra að fara fram á fundi á grundvelli þessa
ákvæð is stjórnarskrárinnar sumarið 2008 .
Saksóknari freistar þess að ná fram sak fell
ingu á grundvelli formsatriðis sem hafði
enga þýðingu varðandi bankahrunið en það
sýnir hversu langt er seilst til að reyna að ná
fram sakfellingu .
Staðreyndum má ekki gleyma
Hefði Geir Haarde gripið til þeirra aðgerða sem honum er gefið að sök í
ákæru að hafa ekki framkvæmt, þá hefði það
leitt til þess að íslenska bankakerfið hefði
hrunið fyrr . Ríkissjóður stæði þá frammi
fyrir háum skaðabótakröfum .
Aðgerðir, sem gripið var til haustið 2008