Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 77
 Þjóðmál SUmAR 2011 75 áróðri . Ef öll eiturefni eru bönnuð, þá hverfa þau vænt anlega úr fæðu manna . En bannið myndi kosta stórfé, því að þessi eiturefni gera mikið gagn, þar sem þau eru notuð . Yrðu þau bönnuð, þá þyrfti til dæmis að taka miklu stærra land undir matvælaframleiðslu til að anna eftirspurn . Jafnframt myndi bannið valda auknum dauðsföllum af völd­ um krabbameins, því að verð ávaxta og græn metis myndi stórhækka, en neysla þeirra minnkar líkur á krabbameini talsvert . Mat vísindamanna er, að tíðni krabbameins myndi aukast um nær 8%, ef neysla ávaxta og grænmetis myndi aðeins minnka um 50 gr á dag á mann . Um 600 Íslendingar deyja úr krabbameini á ári . Hugsanlega myndu um 50 í viðbót deyja úr þessu meini, væri notkun eiturefna bönnuð, en líklega einu mannslífi á nokkurra ára fresti verða bjargað . DDT er ekki eitt þeirra eiturefna, sem oftast er rætt um í þessu sambandi, því að notkun þess var víðast bönnuð fyrir orð Rachel Carson þegar snemma á áttunda áratug tuttug ustu aldar . En sagan af afleiðingum þess styður samt sjónarmið Lomborgs um að vega þurfi saman afleiðingar af notkun og banni við notkun . DDT, sem er hvítt, lyktarlaust duft, hafði reynst mjög vel í seinni heimsstyrjöld til að eyða lús á hermönnum, en með henni smitaðist taugaveiki . Lúsin hvarf, án þess að hermennirnir fyndu til óþægilegra aukaverkana . Síðan kom í ljós, að efnið drap líka smitbera mýraköldu, en þeir eru mýflugur (moskítóflugur) í votlendi, þar sem heitt er í veðri . Þessar flugur stinga menn, og þá þrengja sníkjudýr af sérstakri tegund sér inn í rauðu blóðkornin og geta fjölgað sér . Þegar blóðkornin springa vegna fjölgunar sníkjudýranna, losna þau út í blóðrásina og sýkja önnur rauð blóðkorn, og þannig grefur sjúkdómurinn um sig í líkamanum öllum . Þetta veldur sótthita og blóðleysi og jafnvel dauða sjúklingsins . Mýrakalda er einn skæðasti sjúkdómurinn, sem herjað hefur á mannkyn síðustu tvær aldir . Þótt hún geisi aðallega í suðrænum löndum, gætti hennar líka í Evrópu og Norður­Ameríku fram undir miðja tuttugustu öld . Þegar votlendi var ræst fram á þessum svæðum, dró að vísu úr sjúk dómn­ um, en með notkun DDT tókst að útrýma mýraköldu þar algerlega, meðal annars á Ítalíu og Grikklandi . Með aðstoð Þróunar­ stofnunar Bandaríkjanna og annarra aðila var DDT líka notað á sjötta og sjöunda áratug í þróunarlöndum til að drepa smitbera mýraköldunnar, mýflugurnar . Víða náðist góður árangur, til dæmis á Sri Lanka (sem þá hét Ceylon), en með notkun DDT fækkaði mýraköldusjúklingum þar á tíu árum úr um þremur milljónum í rösk sjö þúsund; þeir voru orðnir 29 árið 1964 . Á Indlandi fækkaði mýraköldusjúklingum úr um 75 milljónum árið 1951 í um 50 þúsund árið 1961 . En hinn góði árangur víða um heim olli því, að vanrækt var að nota jafnframt önnur ráð gegn mýraköldu, eins og skynsamlegt var, til dæmis framræslu votlendis, aukið hreinlæti og lyfjagjöf . Auk þess kom í ljós, að sum skordýr reyndust mynda mótefni gegn eitrinu, og fjölgaði þeim samkvæmt lögmálinu um náttúruval . Efnið hafði líka eins og Carson benti á vissulega vond áhrif á fuglalíf, þar sem það var notað í stórum stíl í landbúnaði . Þótt færa mætti rök fyrir því, að DDT hefði verið ofnotað í bandarískum landbúnaði á sjötta áratug tuttugustu aldar, leiddi ekki nauðsynlega af því, að banna ætti notkun þess gegn mýraköldu í suðrænum löndum á sama tíma eða síðar . Þegar dregið var þar úr notkun efnisins, færðist mýrakalda aftur í aukana . Stjórnvöld á Sri Lanka hættu til dæmis að nota DDT árið 1964, þegar þau töldu, að tekist hefði að útrýma mýraköldu . En árið 1969 hafði mýraköldusjúklingum þar í landi aftur fjölgað í um hálfa milljón . Hvert landið af öðru fylgdi hins vegar fordæmi Bandaríkjamanna á áttunda áratug og bannaði alla notkun DDT .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.