Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 77
Þjóðmál SUmAR 2011 75
áróðri . Ef öll eiturefni eru bönnuð, þá hverfa
þau vænt anlega úr fæðu manna . En bannið
myndi kosta stórfé, því að þessi eiturefni gera
mikið gagn, þar sem þau eru notuð . Yrðu
þau bönnuð, þá þyrfti til dæmis að taka
miklu stærra land undir matvælaframleiðslu
til að anna eftirspurn . Jafnframt myndi
bannið valda auknum dauðsföllum af völd
um krabbameins, því að verð ávaxta og
græn metis myndi stórhækka, en neysla
þeirra minnkar líkur á krabbameini talsvert .
Mat vísindamanna er, að tíðni krabbameins
myndi aukast um nær 8%, ef neysla ávaxta
og grænmetis myndi aðeins minnka um 50
gr á dag á mann . Um 600 Íslendingar deyja
úr krabbameini á ári . Hugsanlega myndu um
50 í viðbót deyja úr þessu meini, væri notkun
eiturefna bönnuð, en líklega einu mannslífi á
nokkurra ára fresti verða bjargað .
DDT er ekki eitt þeirra eiturefna, sem oftast
er rætt um í þessu sambandi, því að notkun
þess var víðast bönnuð fyrir orð Rachel
Carson þegar snemma á áttunda áratug
tuttug ustu aldar . En sagan af afleiðingum
þess styður samt sjónarmið Lomborgs um
að vega þurfi saman afleiðingar af notkun
og banni við notkun . DDT, sem er hvítt,
lyktarlaust duft, hafði reynst mjög vel í seinni
heimsstyrjöld til að eyða lús á hermönnum,
en með henni smitaðist taugaveiki . Lúsin
hvarf, án þess að hermennirnir fyndu til
óþægilegra aukaverkana . Síðan kom í ljós, að
efnið drap líka smitbera mýraköldu, en þeir
eru mýflugur (moskítóflugur) í votlendi, þar
sem heitt er í veðri . Þessar flugur stinga menn,
og þá þrengja sníkjudýr af sérstakri tegund
sér inn í rauðu blóðkornin og geta fjölgað
sér . Þegar blóðkornin springa vegna fjölgunar
sníkjudýranna, losna þau út í blóðrásina og
sýkja önnur rauð blóðkorn, og þannig grefur
sjúkdómurinn um sig í líkamanum öllum .
Þetta veldur sótthita og blóðleysi og jafnvel
dauða sjúklingsins .
Mýrakalda er einn skæðasti sjúkdómurinn,
sem herjað hefur á mannkyn síðustu tvær
aldir . Þótt hún geisi aðallega í suðrænum
löndum, gætti hennar líka í Evrópu
og NorðurAmeríku fram undir miðja
tuttugustu öld . Þegar votlendi var ræst fram
á þessum svæðum, dró að vísu úr sjúk dómn
um, en með notkun DDT tókst að útrýma
mýraköldu þar algerlega, meðal annars á
Ítalíu og Grikklandi . Með aðstoð Þróunar
stofnunar Bandaríkjanna og annarra aðila
var DDT líka notað á sjötta og sjöunda
áratug í þróunarlöndum til að drepa smitbera
mýraköldunnar, mýflugurnar . Víða náðist
góður árangur, til dæmis á Sri Lanka (sem þá
hét Ceylon), en með notkun DDT fækkaði
mýraköldusjúklingum þar á tíu árum úr um
þremur milljónum í rösk sjö þúsund; þeir
voru orðnir 29 árið 1964 . Á Indlandi fækkaði
mýraköldusjúklingum úr um 75 milljónum
árið 1951 í um 50 þúsund árið 1961 . En
hinn góði árangur víða um heim olli því,
að vanrækt var að nota jafnframt önnur ráð
gegn mýraköldu, eins og skynsamlegt var, til
dæmis framræslu votlendis, aukið hreinlæti og
lyfjagjöf . Auk þess kom í ljós, að sum skordýr
reyndust mynda mótefni gegn eitrinu, og
fjölgaði þeim samkvæmt lögmálinu um
náttúruval . Efnið hafði líka eins og Carson
benti á vissulega vond áhrif á fuglalíf, þar sem
það var notað í stórum stíl í landbúnaði .
Þótt færa mætti rök fyrir því, að DDT hefði
verið ofnotað í bandarískum landbúnaði á
sjötta áratug tuttugustu aldar, leiddi ekki
nauðsynlega af því, að banna ætti notkun þess
gegn mýraköldu í suðrænum löndum á sama
tíma eða síðar . Þegar dregið var þar úr notkun
efnisins, færðist mýrakalda aftur í aukana .
Stjórnvöld á Sri Lanka hættu til dæmis að nota
DDT árið 1964, þegar þau töldu, að tekist
hefði að útrýma mýraköldu . En árið 1969
hafði mýraköldusjúklingum þar í landi aftur
fjölgað í um hálfa milljón . Hvert landið af öðru
fylgdi hins vegar fordæmi Bandaríkjamanna á
áttunda áratug og bannaði alla notkun DDT .