Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 95
 Þjóðmál SUmAR 2011 93 hann gerðist ritstjóri aðalblaðs kommúnista, Rude Pravo . En hann var handtekinn í miklum hreinsunum, sem gerðar voru í tékkóslóvakíska kommúnistaflokknum 1952, svokölluðum Slánský­réttarhöldum . Báru þær keim af gyðinga ofsóknum, því að flestir hinna ákærðu voru af gyðinga­ ættum . Var Katz eins og aðrir sakborningar pyndaður til fráleitra játninga . Katz játaði að hafa njósnað fyrir leyni þjónustu Breta að frum kvæði leikskáldsins og leikarans Noëls Cowards (en þeir höfðu eitt sinn snætt saman hádegisverð) . Einn þjáningabróðir hans, Arthur London, sem slapp lifandi úr þessum leik, lýsti fangavistinni og pyndingaraðferðunum í sjálfsævisögunni Játningunni, sem Costa­Gavras gerði kvik­ mynd eftir . Nýtir höf und ur bókarinnar um Katz þær hræðilegu lýs­ ingar . Í lokaorðum fyrir dómi sagði Otto Katz: „Ég er rithöfundur . Til er frábær lýsing á hlutverki rithöfunda . Hún er, að þeir séu sálnasmiðir . En hvers konar smiðir eru það, sem eitra fyrir sálir? Sálnasmiðir eins og ég eiga heima í gálganum .“ Hinn gamli samstarfsmaður hans, Artur Koestler, var sannfærður um, að hér hefði Katz skírskotað til skáldsögu hans um sýndarréttarhöld Stalíns, Myrkur um miðjan dag, þar sem gamli kommúnistinn játaði af þeirri ástæðu einni, að flokkurinn fyrirskipaði honum það . Hann átti ekki annarra kosta völ, því að flokkurinn hafði afneitað honum og ekkert annað siðferðilegt haldreipi var til . Með þessu hefði Katz, taldi Koestler, reynt að segja umheiminum á sinn hátt, að hann væri saklaus af þeim glæpum, sem á hann voru bornir og hann hafði játað, en hann væri sekur um það eitt að hafa fallið í ónáð í flokknum, enda væri sá mestur allra glæpa . Eins og ég segi betur frá í væntanlegri bók um íslenska kommúnista, var einn þeirra, sem sat á sakamannabekk með Otto Katz í Prag árið 1952, dr . Rudolf Margolius . Hann hafði verið aðstoðarviðskiptaráðherra, og ein sök hans var talin að hafa keypt fisk af Íslendingum . Þegar Morgunblaðið furðaði sig á því, að í kommúnistaríkjum væri orðin dauðasök að selja Íslendingum fisk, svaraði Magnús Kjartansson reiðilega í Þjóðviljann 11 . desember 1952: „Austur í Tékkóslóvakíu hafa nokkrir menn verið dæmdir fyrir afbrot þau, sem verst þykja . Mál þeirra voru rannsökuð fyrir opinberum rétti, og fréttamenn allra þjóða höfðu tækifæri til að fylgjast með mála ­ tilbúnaði öllum, ef þeir óskuðu . Meira að segja var réttarhöldunum öllum út­ varpað, og hefur aldrei verið minni leynd yfir nokkrum dómsmálum . Reyndust sakborningarnir sekir um landráð, njósnir og skemmdarverk, en svo vel hafði verið að rannsókn unnið, að enginn hinna ákærðu treystist til að véfengja niðurstöðurnar, heldur játuðu skilyrðislaust . Voru þeir síðan réttaðir, en þau málalok dæmdra stórbrotamanna tíðkast enn í svo til öllum löndum heims, og kann mönnum að líka það betur eða verr .“ Otto Katz var dæmdur til dauða og hengd ur 3 . desember 1952 . Hann átti níu líf, en ekki tíu . Og þó: Honum og dr . Rudolf Margolius og öðrum sakborningum í Slánský­réttarhöldunum var veitt upp­ reist æru mörgum árum síðar, þegar stalín­ istar höfðu hrökklast úr valdastöðum í Tékkóslóvakíu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.