Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 42

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 42
40 Þjóðmál SUmAR 2011 dvöl þar í landi varð til þess að höfundur sann færðist um að svo væri ekki . Í Sviss situr í Bern ágætt þjóðþing í tveim þing­ deildum . Þá eru að aldagamalli hefð alls kyns ákvarðanir bæjar­ og sveitarfélaga lagðar fyrir borgara, oft að frumkvæði ein staklinga . Í atkvæðagreiðslum um ýmis meiriháttar þjóðmál ræður úrslit um tvöfaldur meirihluti, þ .e . meirihluti at­ kvæða á landsvísu og jafnframt meirihluti hinna misstóru 26 fylkja eða kantóna; sú minnsta þeirra telur aðeins 15 .000 íbúa og sú stærsta 1,2 milljónir . Afturhaldssemi fárra lítilla kantóna réði því t .d . að í Sviss fengu konur ekki kosningarétt fyrr en 1971 og landið varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002 . Þingmeirihluti hafði þá vafalaust legið fyrir löngu áður . Kalifornía greip til þess óráðs að taka Sviss sér til fyrirmyndar um þetta frumkvæði einstaklinga, sem þar hefur verið notað úr öllu hófi í ákvörðunum um skatta og fjármál . Þegar fáránleg tillaga um að söluskattur skuli vera 1% líst kjósendum mæta vel á, en gæta þess ekki að sveitarfélög missa ómissandi tekjustofn . Kalifornía rambar á barmi gjaldþrots og hefur fengið verra lánshæfismat en Grikkland . Næsta raunalegt er að höfundar ís­lensku stjórnarskrárinnar þyrftu að skilja svo við það verk að það skyldi fljót­ lega end ur skoðað . Stjórnmálaástandið árið 1944 stuðlaði ekki að þeim vinnubrögðum sem viðhafa þarf við jafn þýðingarmikið verk og gerð stjórnarskrár . Hatrammar deilur og ósætti var milli stjórnmála flokk­ anna enda sat utanþingsstjórn við stofnun lýð veldisins, sam þykkt stjórnarskrárinnar og kjör forseta 17 . júní 1944 á Þingvöllum . Óvissa fengin í arfleið um synjunar vald forsetans og stöðu Alþingis leiðir með öðru varla til annars en pólitísks upp­ lausnar ástands . Á þessu þarf því að taka . Að öðru leyti telur sá sem þetta skrifar, að við eigum góða stjórnarskrá, að stofni til hina sömu og þá dönsku frá 19 . öld . Mér hefur sýnst hún segja það sem segja þarf en annað mál er, að gömul og óviðeigandi framsetning fengin frá konungsdæminu er ekki til annars fallin en að rugla fólk . Hvað sem öðru líður þarf ný stjórnarskrá að segja það skýrum orðum, að það er ráðherra sem ákveður en ekki að hann feli forsetanum fram kvæmdina . Enn ríkir órói í stjórnmálum á Íslandi . Skyldi sú stund koma að Ísland öðlist stjórnarskrá, sem landsmenn verði jafn stoltir af og Bandaríkjamenn eru af sinni frá 18 . öld eða sátt ríkir um eins og þá norsku samda á Eiðsvelli 1814? Þjóðhátíðardagur Norð manna 17 . maí er stjórnarskrárdagurinn — Grunnlovs­ dagen . Þessar stjórnarskrár eru til komnar vegna nýfengins frelsis . Einnig getur verið um að ræða meiriháttar pólitísk umskipti eins og var tilefni stjórnarskrár 5 . lýðveldisins svokallaða í Frakklandi 1958 . Mikið forsetaveldi með sjö ára kjör­ tímabili var þar sniðið fyrir de Gaulle . Ísland stendur á tímamótum endurreisn ar eftir efnahagslegt hrun en það ógnar ekki stjórn skipun okkar . Trygging þingbund­ ins lýðræðis er einfaldlega höfuðmarkmið nýrrar stjórnarskrár, hver svo sem tíma­ þörfin er á því að ganga vel frá verki . Ný­ skipuðu stjórnlagaráði undir forystu Salv ar­ ar Nordal er óskað velfarnaðar við að semja tillögur en myndarleg heimasíða birtir hið mikla umfang verkefnisins og gerir öllum aðgengilegt að fylgjast með framvind unni . Tillögur stjórnlagaráðs koma síðan lögum samkvæmt fyrir Alþingi sem átti á árum áður að ráða bót á stjórnarskrármálinu . Þegar upp er staðið skal ríkja sam staða á þingi og með þjóðinni um sameign sem varðar heill og heiður Íslendinga .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.