Þjóðmál - 01.06.2011, Page 42

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 42
40 Þjóðmál SUmAR 2011 dvöl þar í landi varð til þess að höfundur sann færðist um að svo væri ekki . Í Sviss situr í Bern ágætt þjóðþing í tveim þing­ deildum . Þá eru að aldagamalli hefð alls kyns ákvarðanir bæjar­ og sveitarfélaga lagðar fyrir borgara, oft að frumkvæði ein staklinga . Í atkvæðagreiðslum um ýmis meiriháttar þjóðmál ræður úrslit um tvöfaldur meirihluti, þ .e . meirihluti at­ kvæða á landsvísu og jafnframt meirihluti hinna misstóru 26 fylkja eða kantóna; sú minnsta þeirra telur aðeins 15 .000 íbúa og sú stærsta 1,2 milljónir . Afturhaldssemi fárra lítilla kantóna réði því t .d . að í Sviss fengu konur ekki kosningarétt fyrr en 1971 og landið varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002 . Þingmeirihluti hafði þá vafalaust legið fyrir löngu áður . Kalifornía greip til þess óráðs að taka Sviss sér til fyrirmyndar um þetta frumkvæði einstaklinga, sem þar hefur verið notað úr öllu hófi í ákvörðunum um skatta og fjármál . Þegar fáránleg tillaga um að söluskattur skuli vera 1% líst kjósendum mæta vel á, en gæta þess ekki að sveitarfélög missa ómissandi tekjustofn . Kalifornía rambar á barmi gjaldþrots og hefur fengið verra lánshæfismat en Grikkland . Næsta raunalegt er að höfundar ís­lensku stjórnarskrárinnar þyrftu að skilja svo við það verk að það skyldi fljót­ lega end ur skoðað . Stjórnmálaástandið árið 1944 stuðlaði ekki að þeim vinnubrögðum sem viðhafa þarf við jafn þýðingarmikið verk og gerð stjórnarskrár . Hatrammar deilur og ósætti var milli stjórnmála flokk­ anna enda sat utanþingsstjórn við stofnun lýð veldisins, sam þykkt stjórnarskrárinnar og kjör forseta 17 . júní 1944 á Þingvöllum . Óvissa fengin í arfleið um synjunar vald forsetans og stöðu Alþingis leiðir með öðru varla til annars en pólitísks upp­ lausnar ástands . Á þessu þarf því að taka . Að öðru leyti telur sá sem þetta skrifar, að við eigum góða stjórnarskrá, að stofni til hina sömu og þá dönsku frá 19 . öld . Mér hefur sýnst hún segja það sem segja þarf en annað mál er, að gömul og óviðeigandi framsetning fengin frá konungsdæminu er ekki til annars fallin en að rugla fólk . Hvað sem öðru líður þarf ný stjórnarskrá að segja það skýrum orðum, að það er ráðherra sem ákveður en ekki að hann feli forsetanum fram kvæmdina . Enn ríkir órói í stjórnmálum á Íslandi . Skyldi sú stund koma að Ísland öðlist stjórnarskrá, sem landsmenn verði jafn stoltir af og Bandaríkjamenn eru af sinni frá 18 . öld eða sátt ríkir um eins og þá norsku samda á Eiðsvelli 1814? Þjóðhátíðardagur Norð manna 17 . maí er stjórnarskrárdagurinn — Grunnlovs­ dagen . Þessar stjórnarskrár eru til komnar vegna nýfengins frelsis . Einnig getur verið um að ræða meiriháttar pólitísk umskipti eins og var tilefni stjórnarskrár 5 . lýðveldisins svokallaða í Frakklandi 1958 . Mikið forsetaveldi með sjö ára kjör­ tímabili var þar sniðið fyrir de Gaulle . Ísland stendur á tímamótum endurreisn ar eftir efnahagslegt hrun en það ógnar ekki stjórn skipun okkar . Trygging þingbund­ ins lýðræðis er einfaldlega höfuðmarkmið nýrrar stjórnarskrár, hver svo sem tíma­ þörfin er á því að ganga vel frá verki . Ný­ skipuðu stjórnlagaráði undir forystu Salv ar­ ar Nordal er óskað velfarnaðar við að semja tillögur en myndarleg heimasíða birtir hið mikla umfang verkefnisins og gerir öllum aðgengilegt að fylgjast með framvind unni . Tillögur stjórnlagaráðs koma síðan lögum samkvæmt fyrir Alþingi sem átti á árum áður að ráða bót á stjórnarskrármálinu . Þegar upp er staðið skal ríkja sam staða á þingi og með þjóðinni um sameign sem varðar heill og heiður Íslendinga .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.