Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 36
34 Þjóðmál SUmAR 2011 og gerði útdrátt úr henni . Hjarðhegðunin á Alþingi leiddi síðan til samþykktar þingsályktunartillögu frá hinni dæmalausu Atlanefnd . Dómstólar landsins hafa einir nálgast skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á yfirvegaðan hátt . Þannig liggur fyrir, m .a . frá Hæstarétti (mál 561/2010), að skýrslan sé ekki sönnun og fullyrðingar teljist ekki sannaðar með því að vísa einungis til skýrslu rannsóknarnefndarinnar . Ákæran á hendur Geir H . Haarde Þeir sem ákærðu Geir átta sig margir hverjir ekki á þeim álitshnekki sem þetta er fyrir íslensku þjóðina, auk persónulegs áfellisdóms erlendis að ósekju yfir fyrrverandi forsætisráðherra . Ákæran á hendur Geir er pólitískt uppgjör í bún ingi sakamáls . Saksóknari Alþingis hefði átt að segja sig frá málinu þegar hún hafði skoðað málsgögnin, ekki síst þegar hún var skipuð ríkissaksóknari . Það samræmist illa þeim störfum og gefur slæm fyrirheit þegar hún stendur að pólitískum réttarhöldum í upphafi starfsferilsins . Þetta á ekki síður við þegar forveri hennar í starfi hefur upplýst um pólitísk afskipti forsætisráðherra af ákæruvaldinu . Aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hafa stjórnvöld reynt í eins miklum mæli og nú að hafa áhrif á saksókn og meðferð brotamála . Í öllum öðrum lýðræðisríkjum myndi slíkt kalla á rannsóknir og snörp viðbrögð þingmanna sem vilja vernda réttarríkið . Geir Haarde er ákærður fyrir að hafa gerst sekur um brot af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi . Óneitanlega er það furðulegt að nokkrum hafi dottið það í hug að fyrrverandi forsætisráðherra hafi framið þau meintu brot sem talin eru upp af ásetningi . Hefði verið um ásetning að ræða, þá hefðu hlutir þróast með öðrum hætti og hvað hefði slíkum manni þá gengið til? Hugmynd Atlanefndarinnar og meiri­ hluta þingsins um ásetning Geirs H . Haarde að valda þjóðinni tjóni er svo glórulaus að betra hefði verið fyrir saksóknara Al þingis að sleppa þessari fráleitu staðhæfi ngu . Þá hljóta menn að spyrja hvað það var af ákæruatriðunum sem forsætisráðherra hefði viljað gera af ásetningi . Það er áfellisdómur yfir saksóknaranum að ganga frá ákæru með jafn glórulausu ákæruatriði . Geir er ákærður fyrir að sýna alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum and­ spænis stórfelldri hættu sem vofði yfir ís­ lenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði og honum hefði mátt vera kunnugt um . Þessar fullyrðingar eru óskammfeilnar og fráleitar . Því er haldið fram að Geir hefði einn stjórnmálamanna Vesturlanda átt að geta séð framtíðina fyrir . Á hvaða gögnum átti Geir að geta byggt þessa ímynduðu vitneskju og hvernig mátti hann staðreyna hana? Átti hann að sjá fyrir þær hamfarir sem urðu og áttu upptök sín í Bandaríkjunum í september 2008? Hvað var það sem Geir átti að gera og með hvaða hætti? Á hvaða tímapunkti átti Geir að bregðast við og hvaða lagaheimildum átti hann að beita? Í hinni dæmalausu ákæru vantar allan rökstuðning og mat á afleiðingum þess ef forsætisráðherra hefði gripið til einhverra þeirra ímynduðu úrræða sem hann er sakaður um að hafa ekki gripið til . Ef þau úrræði hefðu leitt til hruns bankakerfisins þá þegar, þá hefðu eigendur og kröfuhafar bankanna getað haldið því fram að hrun bankanna væri vegna stjórnvaldstilskipana . Fram hjá þeirri staðreynd horfa ákærendur . Geir er gefið að sök að hafa ekki látið vinna faglega greiningu á fjárhagslegri áhættu og vanrækt að tryggja að störf og áherslur samráðshóps væru markvissar . Erfitt er að átta sig á þessu ákæruatriði, enda er það ekki afmarkað á nokkurn hátt . Hvenær átti Geir að gera þetta, hvert var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.