Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál SUmAR 2011 Vilhjálmur Eyþórsson Hugsanamálaráðuneyti stofnað Ég fyrirlít skoðanir þínar, en mundi fórna lífinu fyrir rétt þinn til að setja þær fram,“ sagði Voltaire fyrir margt löngu . Hin síðari ár verða þessi orð hins franska hugsuðar og ólíkindatóls sífellt áleitnari . „Alræði“ er eitt af þeim orðum, sem svo oft er misskilið og misnotað í „umræðunni“, en eiginlegt alræði felur ekki aðeins í sér veraldleg völd, heldur fyrst og fremst völd yfir hugsun þegnanna . Það voru reyndar ítalskir fasistar, sem fyrstir komu fram með orðið („totalitarianismo“), en Mussolini, sem þurfti að kljást við kóng og páfa í ríki sínu, náði aldrei fram raunverulegu alræði . Hitler komst lengra, en nasistar og fasistar tóku aldrei af þegnum sínum eignar­ og umráðarétt yfir öllum fasteignum, fyrir­ tækjum, föstu og lausu, og urðu aldrei, eins og kommúnistar, vinnuveitendur bók­ staflega allra þegna þjóðfélagsins . Alveg hreint, ómengað alræði er aðeins að finna í kommúnistaríkjum . Nú orðið er allra besta dæmið Norður­Kórea . En sem fyrr sagði felur alræði fyrst og fremst í sér völd yfir sjálfri hugsun þegn­ anna . Á Vesturlöndum hefur frá fornu fari völdunum verið skipt í tvennt, veraldleg völd kónga og keisara, herforingja eða ann arra pótintáta annars vegar, en hins vegar hin geistlegu völd, völdin yfir sjálfu sálarlífi þegnanna, sem kirkjan hefur annast lengst af (þ .e . að gjalda Guði það sem Guðs er og keisaranum það sem keisarans er) . Alræðisstjórnir taka hins vegar líka til sín þann hluta, sem áður var á vegum kirkj unnar, völdin yfir sjálfu sálarlífi þegna sinna . Til að ná þessum völdum og halda þeim er alræðisstjórnum lífsnauðsyn að hafa hugmyndafræði (eða trúarbrögð) sér til styrktar . Klerkastjórnin í Íran hefur sterk al­ræðis einkenni og sömuleiðis stjórn talib ana í Afganistan . Þar ræður hug­ mynda fræðin (trúin) en sjálfir höfundar hug mynda fræðinnar er þó ekki við völd í eigin persónu eins og í alveg hreinu alræði . Einna fyrsta alræðisherrann í þeim skiln­ ingi má telja Móses sem stýrði fólki sínu jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum . Sömuleiðis Múhammeð, meðan hann lifði, en eftir dauða hans færðust verald­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.